Forseti Íslands gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:
I. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991.
1. gr.
Í stað orðsins „sakborningur“ í 2. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: aðili.
2. gr.
1. málsl. 3. mgr. 147. gr. laganna orðast svo: Sá sem kærir úrskurð eða dómsathöfn skal senda Landsrétti, innan tveggja vikna frá því að kæra hans barst héraðsdómi, þau gögn málsins sem hann telur sérstaklega þörf á til úrlausnar um kæruefnið og í þeim fjölda eintaka sem Landsréttur ákveður.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 148. gr. laganna:
- Á eftir 1. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þó má lengja frest sem samkvæmt því rynni út á tímabilunum frá og með 22. desember til og með 4. janúar og frá og með skírdegi til og með öðrum degi páska sem svarar þeim dagafjölda.
- Í stað orðanna „Telji hann“ í 2. málsl. kemur: Telji gagnaðili.
4. gr.
2. málsl. 4. mgr. 153. gr. laganna orðast svo: Ber þá að fá áfrýjunarstefnu gefna út á ný innan fjögurra vikna frá því að málið átti að þingfesta eða frá niðurfellingu þess eða frávísun og á hún ekki við um gagnáfrýjunarstefnu nema áfrýjunarstefna í aðalsök hafi verið gefin út að nýju eða að gagnsök hafi verið vísað frá Landsrétti.
5. gr.
Á eftir 2. málsl. 1. mgr. 158. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þó má lengja frest sem samkvæmt því rynni út á tímabilunum frá og með 15. júlí til og með 14. ágúst, frá og með 22. desember til og með 4. janúar og frá og með skírdegi til og með öðrum degi páska sem svarar þeim dagafjölda.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 167. gr. laganna:
- Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
3. Unnt er að sækja um leyfi til að kæra til Hæstaréttar úrskurð Landsréttar um önnur atriði en í 1. mgr. greinir. Við mat á því hvort Hæstiréttur eigi að samþykkja að taka slíkt kæruefni til meðferðar skal líta til þess hvort kæruefnið varði mikilsverða almannahagsmuni, hafi fordæmisgildi eða grundvallarþýðingu fyrir meðferð málsins. Þá getur Hæstiréttur tekið kæruefni til meðferðar ef ástæða er til að ætla að hin kærða dómsathöfn sé bersýnilega röng að formi eða efni.
- Í stað tilvísunarinnar „1. og 2. mgr.“ í 3. mgr. kemur: 1., 2. og 3. mgr.
7. gr.
Í stað 1. málsl. 2. mgr. 171. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sá sem kærir dómsathöfn Landsréttar, eftir atvikum með kæruleyfi, skal senda Hæstarétti þau gögn málsins sem hann telur sérstaklega þörf á til úrlausnar um kæruefnið og í þeim fjölda eintaka sem Hæstiréttur ákveður. Gögnin skal senda innan viku frá því að Landsréttur sendi Hæstarétti kæru eða ósk um kæruleyfi.
8. gr.
Á eftir 1. málsl. 172. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þó má lengja frest sem samkvæmt því rynni út á tímabilunum frá og með 22. desember til og með 4. janúar og frá og með skírdegi til og með öðrum degi páska sem svarar þeim dagafjölda.
9. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 175. gr. laganna:
- 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Slíkt leyfi skal ekki veitt nema niðurstaða málsins geti haft fordæmisgildi, haft almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna eða haft verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti.
- Við 3. málsl. 1. mgr. bætist: eða enn er deilt um staðreyndir sem sérkunnáttu þarf í dómi til að leysa úr.
- Í stað orðanna „Landsréttur ákveður þá“ í 6. málsl. 2. mgr. kemur: Landsréttur gefur þá út áfrýjunarstefnu og ákveður.
10. gr.
5. málsl. 1. mgr. 180. gr. laganna orðast svo: Ber þá að fá áfrýjunarstefnu gefna út á ný innan fjögurra vikna frá því að málið átti að þingfesta eða frá niðurfellingu þess eða frávísun og á hún ekki við um gagnáfrýjunarstefnu nema áfrýjunarstefna í aðalsök hafi verið gefin út að nýju eða að gagnsök hafi verið vísað frá Hæstarétti.
11. gr.
Á eftir 2. málsl. 1. mgr. 182. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þó má lengja frest sem samkvæmt því rynni út á tímabilunum frá og með 15. júlí til og með 14. ágúst, frá og með 22. desember til og með 4. janúar og frá og með skírdegi til og með öðrum degi páska sem svarar þeim dagafjölda.
II. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008.
12. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 104. gr. laganna:
- Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þangað skal einungis kveðja þann sem kröfuna gerir ef nauðsyn ber til.
- 3. mgr. orðast svo:
Ef sá sem kröfu gerir mætir ekki í þinghaldi skal fella málið niður, sbr. þó lokamálslið 1. mgr., en úrskurða má sakborningi eða öðrum sem sótt hefur þinghaldið ómaksbætur úr hendi hans ef sá sem kröfuna gerir og sakborningur eða sá sem kröfu er beint að voru kvaddir á dómþing.
13. gr.
Á eftir orðunum „komist að samkomulagi“ í b-lið 3. mgr. 146. gr. laganna kemur: að undangenginni sáttamiðlun hjá lögreglu.
14. gr.
Við 3. mgr. 181. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í máli sem lýtur að aðgerðum skv. IX.–XIV. kafla má láta nægja að taka orðrétt upp í úrskurð lýsingu á atvikum máls og rökstuðning aðila.
15. gr.
Í stað orðsins „Landsrétti“ í 5. mgr. 212. gr. og 4. mgr. 218. gr. laganna kemur: dómi.
16. gr.
3. málsl. 1. mgr. 213. gr. laganna orðast svo: Gögnin sendir Landsréttur, ásamt athugasemdum ef Landsréttur svo kýs, í þeim fjölda eintaka sem Hæstiréttur mælir fyrir um.
III. KAFLI
Breyting á lögum um dómstóla, nr. 50/2016.
17. gr.
2. málsl. 1. mgr. 17. gr. laganna orðast svo: Varadómari skal fullnægja skilyrðum til að skipa megi hann í embætti hæstaréttardómara, sbr. 2. og 3. mgr. 13. gr.
18. gr.
3. málsl. 2. mgr. 18. gr. laganna orðast svo: Settur dómari skal þá fullnægja skilyrðum til að skipa megi hann í embætti hæstaréttardómara, sbr. 2. og 3. mgr. 13. gr.
19. gr.
2. málsl. 1. mgr. 25. gr. laganna orðast svo: Varadómari skal fullnægja skilyrðum til að skipa megi hann í embætti landsréttardómara, sbr. 21. gr.
20. gr.
3. málsl. 2. mgr. 26. gr. laganna orðast svo: Settur dómari skal þá fullnægja skilyrðum til að skipa megi hann í embætti landsréttardómara, sbr. 21. gr.
21. gr.
7. tölul. 2. mgr. 29. gr. laganna orðast svo: Hefur í minnst þrjú ár verið alþingismaður eða gegnt lögfræðistörfum að aðalstarfi. Leggja má saman starfstíma þessara greina.
22. gr.
1. málsl. 2. mgr. 35. gr. laganna orðast svo: Ekki verður sett í embætti héraðsdómara á leyfistíma nema brýn nauðsyn krefji, svo sem vegna forfalla fleiri en eins dómara, og dómstólasýslan mæli með því.
23. gr.
Á eftir 7. mgr. 54. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Ef tilskilinn fjöldi dómenda úr röðum embættisdómara getur ekki tekið þátt í meðferð máls vegna vanhæfis eða annarra forfalla getur ráðherra, að tillögu hlutaðeigandi tilnefningaraðila, sett dómanda til að taka sæti í málinu. Geti tilskilinn fjöldi dómenda sem skipaður er skv. 4. mgr. ekki tekið þátt í meðferð máls vegna vanhæfis eða annarra forfalla setur ráðherra að tillögu forseta Endurupptökudóms dómanda til að taka sæti í málinu og skal hann fullnægja skilyrðum skv. 4. mgr. um skipun í dóminn.
24. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi, sbr. þó 2. og 3. mgr.
Ákvæði 4. og 9. gr. gilda ekki um dóma sem gengið hafa í héraði fyrir gildistöku laga þessara.
Ákvæði 6. og 10. gr. gilda ekki um dóma eða úrskurði sem gengið hafa í Landsrétti fyrir gildistöku laga þessara.
Gjört á Bessastöðum, 28. desember 2022.
Guðni Th. Jóhannesson. (L. S.)
Jón Gunnarsson.
|