Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 866/2021

Nr. 866/2021 18. júlí 2021

AUGLÝSING
um deiliskipulagsmál í Akraneskaupstað.

Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 4 – Asparskógar 3.
Bæjarráð Akraness í umboði bæjarstjórnar samþykkti 14. júlí 2021 breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis áfanga 4. Með breytta deiliskipulaginu er byggingarreit breytt og hann stækkaður um 41,5 m², engin breyting er gerð á nýtingarhlutfalli.
Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Deiliskipulag Sementsreits – lóðir við Suðurgötu.
Bæjarráð Akraness í umboði bæjarstjórnar samþykkti 14. júlí 2021 breytingu á deiliskipulagi Sementsreits er varðar m.a. lóðir við Suðurgötu frá 92-118 sem fá rýmri byggingarreit, ásamt auknu byggingarmagni á Suðurgötu 110 og 112. Heimilt er að fjarlægja hús við Suðurgötu 108.
Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Deiliskipulag Sementsreits – götur.
Bæjarráð Akraness í umboði bæjarstjórnar samþykkti 14. júlí 2021 breytingu á deiliskipulagi Sementsreits, sem felst m.a. í að byggð er aðlöguð að veghönnnun Faxabrautar, einstefnugötur verða frá Faxabraut, djúpgámum komið fyrir og spennistöðvar staðsettar. Fjöldi íbúða miðast við meðalstærð, 100 m². Skilmálatafla er uppfærð vegna fækkunar stæða í götu og fjölgunar íbúða. Skýringarmynd um veghelgunarsvæði er bætt við.
Deiliskipulagsbreytingin er samþykkt skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Deiliskipulag Flóahverfis – dælistöð.
Bæjarráð Akraness í umboði bæjarstjórnar samþykkti 14. júlí 2021 breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis, þar sem skilgreind er lóð fyrir dælistöð.
Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Akranesi, 18. júlí 2021.

 

Hafdís Sigurþórsdóttir,

fulltrúi skipulags- og umhverfissviðs.


B deild - Útgáfud.: 21. júlí 2021