Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 957/2019

Nr. 957/2019 21. október 2019

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Djúpavogshreppi.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti sveitarstjórn Djúpavogshrepps eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir:

Hamarssel, uppbygging gistihúsa fyrir ferðamenn.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti þann 14. febrúar 2019 deiliskipulag vegna upp­bygg­ingar í þágu ferðaþjónustu í Hamarsseli. Deiliskipulagið felur í sér byggingu gistihúsa fyrir ferða­menn, gerð bílastæða og göngustíga.

Áningarstaður í Fossárvík.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti þann 12. september 2019 deiliskipulag vegna upp­byggingar í þágu ferðaþjónustu í Fossárvík. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu þjónustu­húss, uppbyggingu stígakerfis og útsýnispalla auk bílastæða.

Djúpivogur, efsti hluti Borgarlands.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti þann 12. september 2019 deiliskipulag vegna upp­byggingar íbúðarsvæða við Borgarland á Djúpavogi. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu einbýlis­húsa og parhúss, auk bílastæða og göngustíga.

Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

F.h. skipulagsfulltrúa Djúpavogshrepps, 21. október 2019,

Páll Jakob Líndal aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.


B deild - Útgáfud.: 4. nóvember 2019