Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 17/2021

Nr. 17/2021 18. mars 2021

LÖG
um breytingu á lögum um Lúganósamninginn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum, nr. 7/2011 (útganga Bretlands úr Evrópusambandinu).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Lúganósamningurinn og þær þrjár bókanir sem honum fylgja og hafa lagagildi hér á landi, sbr. 2. gr., gilda um mál sem berast íslenskum dómstólum til meðferðar frá Sameinaða konungsríkinu Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi, enda hafi þau borist fyrir 1. janúar 2021 eða grundvallast á dómi sem kveðinn var þar upp fyrir sama tímamark. Hið sama á við um dómsáttir, opinber skjöl og önnur gögn sem falla undir ákvæði samningsins.

 

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 18. mars 2021.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 29. mars 2021