Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 992/2020

Nr. 992/2020 28. september 2020

SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, nr. 554/2019.

1. gr.

B-hluti 46. gr. samþykktarinnar breytist og verður svohljóðandi:

 1. Fulltrúar í fastanefndir kjörnir út kjörtímabilið á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum:
  1. Fjölskyldusvið:
   1. Velferðarnefnd. Sveitarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafnmarga til vara skv. 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Nefndin fer með jafn­réttis­mál samkvæmt lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla nr. 10/2008. Nefndin fer með málefni félags­þjónustu sveitarfélagsins. Velferðar­nefnd hefur umsjón með framkvæmd laga um málefni fatlaðs fólks skv. lögum um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og málefni aldraðra samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og sbr. 19. gr. laga nr. 37/2018. Nefndin fer með húsnæðismál samkvæmt lögum um húsnæðismál nr. 44/1998, svo og húsaleigusamninga samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997. Nefndin skal leggja fram tillögur til sveitar­stjórnar um útgjaldaliði í fyrrgreindum mála­flokkum í tengslum við gerð fjárhags­áætl­unar. Auk ofangreindra verkefna skal nefndin sinna öðrum þeim verkefnum sem sveitarstjórn felur henni með erindisbréfi.
   2. Fræðslunefnd. Sveitarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafnmarga til vara. Nefndin fer með mál­efni leikskóla samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, málefni grunnskóla samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008, málefni tón­listar­skóla samkvæmt lögum um fjárhags­legan stuðning við tónlistar­skóla nr. 75/1985 og samkvæmt ákvæðum samstarfssamninga sem um rekstur tónlistarskóla gilda hverju sinni, málefni framhalds­skóla samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 og samstarfssamninga um rekstur framhaldsskóla sem gilda hverju sinni og æskulýðsmál samkvæmt æskulýðslögum nr. 70/2007. Þá fer nefndin með íþróttamál samkvæmt íþróttalögum nr. 64/1998 og reglugerðum þar um. Nefndin skal leggja fram tillögur til sveitarstjórnar um útgjaldaliði í fyrrgreindum málaflokkum í tengslum við gerð fjárhags­áætl­unar. Auk ofangreindra verkefna skal nefndin sinna öðrum þeim verk­efnum sem sveitarstjórn felur henni með erindisbréfi.
  2. Stjórnsýslu- og þjónustusvið:
   1. Skipulags- og byggingarnefnd. Sveitarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafnmarga til vara. Nefnd­in fer með byggingar- og skipulagsmál, þ.m.t. umhverfismat skipulags­áætlana. Nefnd­in starfar m.a. samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012, skipulagslögum nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Nefndin hefur einnig frumkvæði að gerð skipulags­áætlana og skipulagsskilmála. Nefndin skal leggja fram tillögur til sveitar­stjórnar um útgjaldaliði í fyrrgreindum málaflokkum í tengslum við gerð fjárhags­áætlunar. Auk ofangreindra verkefna skal nefndin sinna öðrum þeim verkefnum sem sveitarstjórn felur henni með erindisbréfi.
   2. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Sveitarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafn­marga til vara. Verkefni nefndarinnar eru m.a. að sjá um framkvæmd laga um búfjár­hald nr. 38/2013, fram­kvæmd laga um landgræðslu nr. 17/1965 og búnaðar­lög, nr. 70/1998. Nefndin fer með veitumál skv. ákvæðum laga og reglugerða um vatns- og hitaveitur. Nefndin hefur umsjón með eyðingu refa og minka samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Nefndin fjallar um málefni girðinga skv. vegalögum. Nefndin fjallar um málefni sorphirðu og sorpeyðingar. Nefndin skal leggja fram tillögur til sveitarstjórnar um útgjaldaliði í fyrrgreindum málaflokkum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar. Auk ofangreindra verkefna skal nefndin sinna öðrum þeim verkefnum sem sveitarstjórn felur henni með erindisbréfi.
  3. Skrifstofa sveitarstjóra.
   1. Atvinnu, markaðs- og menningarmálanefnd. Sveitarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafnmarga til vara. Nefndin fer með málefni atvinnulífs í sveitarfélaginu utan landbúnaðarmál, markaðs­starfsemi, upplýsinga- og kynningarmál sveitar­félags­ins og gerir tillögur til sveitarstjórnar í þeim efnum. Nefndin fer með málefni bókasafna samkvæmt bókasafnalögum nr. 150/2012 og málefni safna, sbr. safnalög nr. 141/2011. Nefndin fer með menningarmál í sveitar­félag­­inu ásamt málefnum félagsheimila. Nefndin skal leggja fram tillögur til sveitar­stjórnar um útgjaldaliði í fyrrgreindum málaflokkum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar. Auk ofan­greindra verkefna skal nefndin sinna öðrum þeim verkefnum sem sveitarstjórn felur henni með erindisbréfi.

 

2. gr.

5. mgr. 46 gr. samþykktarinnar breytist og verður svohljóðandi:

Sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs er staðgengill sveitarstjóra.

 

3. gr.

52. gr. samþykktarinnar breytist og verður svohljóðandi:

Sveitarstjórn er heimilt að fela eftirtöldum starfsmönnum fullnaðarafgreiðslu einstakra mála á sama hátt og með sömu skilyrðum og nefnd eru í 34. gr.:

 1. Sviðsstjóra fjármálasviðs í umboði byggðarráðs að afgreiða afslátt af fasteignasköttum til elli‑ og örorkulífeyrisþega á grundvelli samþykktra reglna þar um, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
 2. Byggingarfulltrúa að afgreiða mál samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar um afgreiðslu bygg­ingarfulltrúa í Borgarbyggð og sbr. lög um mannvirki nr. 160/2010.
 3. Sveitarstjóra í umboði byggðarráðs samkvæmt áfengislögum nr. 75/1998, gildandi máls­meðferða­rreglum um áfengisveitingaleyfi og lögum um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 að gefa umsagnir um veitingu og endurnýjun rekstrar- og veitingaleyfa auk annarra leyfa sem varðar afmarkaða atburði í samfélaginu.
 4. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs í umboði velferðarnefndar að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu í samræmi við reglur um fjárhagsaðstoð í Borgarbyggð, samþykktar af sveitarstjórn, og sbr. lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Sveitarstjórn getur sett sérstakan viðauka um fullnaðarafgreiðslu starfsmanna. Viðkomandi nefndir og ráð skulu hafa eftirlit með þeim afgreiðslum og kalla reglulega eftir skýringum og upp­lýsingum um ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli þeirra. Viðkomandi starfsmanni er alltaf heimilt að vísa ákvörðun skv. 1. mgr. til viðkomandi ráðs eða nefndar til fullnaðarafgreiðslu. Mál sem starfs­menn afgreiða skulu kynnt fyrir viðkomandi nefnd eða ráði með skriflegri skýrslu í lok hvers árs­fjórðungs. Ef krafist er endurupptöku máls skv. þessari grein skal vísa málinu til afgreiðslu sveitar­stjórnar.

 

4. gr.

Samþykkt þessi sem sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sett skv. ákvæðum 9. og 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 28. september 2020.

 

F. h. r.

Hermann Sæmundsson.

Stefanía Traustadóttir.


B deild - Útgáfud.: 12. október 2020