Vatnsendi – Þing. Hrafnista. Boðaþing 5-13. Breytt deiliskipulag. Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Kópavogsbæjar 24. janúar 2023 breytt deiliskipulag fyrir lóðirnar nr. 5-13 við Boðaþing. Í breytingunni felst að innri byggingarreitur fyrir Boðaþing nr. 11 og nr. 13 breytist og færist fjær Boðaþingi 1-3. Gert er ráð fyrir auka aðkomu þjónustubíla á norðurhluta lóðarinnar á nýjum einbreiðum akvegi sem liggur frá núverandi bílastæðum að nýjum þjónustuinngangi austan núverandi þjónustukjarna. Gerð er krafa um aðgangsstýringu við vesturhluta þjónustuvegarins. Málsmeðferð var skv. 1. mgr. 43. gr. ofangreindra laga. Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um. Skipulagið öðlast þegar gildi.
Kópavogi, 14. mars 2023.
Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi.
|