Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 359/2021

Nr. 359/2021 17. mars 2021

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Svalbarðsstrandarhreppi.

Ferðaþjónusta í Helgafelli.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 11. ágúst 2020 deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu í landi Helgafells skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæði deiliskipulagsins er um 3,4 ha að stærð og afmarkast af eignarmörkum landeignarinnar Helgafells, L190429. Skipulagið tekur til starfrækslu hlédragsseturs og er ráðgert að á skipulags­svæðinu geti risið alls 300 fm nýbygging, þrjár hreyfanlegar gistieiningar og bílgeymsla til viðbótar við þann húsakost sem fyrir er. Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 40., 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

 

Svalbarðsstrandarhreppi, 17. mars 2021.

 

Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 31. mars 2021