Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 35/2021

Nr. 35/2021 29. apríl 2021

LÖG
um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (leiðrétting o.fl.).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Á eftir orðunum „kveðið á um“ í 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: losunarbókhald og framkvæmd þess skv. 1. mgr. og.

 

2. gr.

    2. mgr. 6. gr. b laganna orðast svo:

    Ráðherra skal í reglugerð setja nánari ákvæði m.a. um viðmiðanir, bókhald og sveigjanleika­reglur sem varða skuldbindingar skv. 1. mgr.

 

3. gr.

    6. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:

    Ráðherra skal í reglugerð setja nánari ákvæði um útgáfu losunarleyfis. Í reglugerðinni skal m.a. kveðið á um skilyrði fyrir útgáfu leyfis, efni þess, gildistíma og endurskoðun.

 

4. gr.

    Í stað „sbr. VI. kafla“ í 1. málsl. 3. mgr. 38. gr. laganna kemur: sbr. VI. kafla A.

 

5. gr.

    Við 47. gr. laganna bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/410 frá 14. mars 2018 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB til að efla kostnaðarhagkvæmar losunarskerðingar og fjárfestingar sem fela í sér litla losun kolefna og á ákvörðun (ESB) 2015/1814, sem vísað er til í tölulið 21al í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 112/2020 frá 14. júlí 2020 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 230/2020 frá 11. desember 2020.
  2. Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1071 frá 18. maí 2020 um breyt­ingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar að útiloka flug sem kemur frá Sviss frá viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir.

 

6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á II. viðauka við lögin:

  1. 2. málsl. j-liðar 2. mgr. orðast svo: Flugferðir sem um getur í l-lið eða eru eingöngu til flutninga í opinberri sendiför ríkjandi þjóðhöfðingja konungsríkis og nánustu vandamanna hans, þjóðhöfðingja, ríkisstjórnarleiðtoga og ráðherra aðildarríkis má ekki undanskilja að því er varðar þennan lið.
  2. Við 2. mgr. bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
    1. frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2030: Flugferðir sem mundu, ef ekki væri fyrir tilstilli þessa liðar, falla undir þessa starfsemi á vegum umráðenda loftfara, sem eru ekki með rekstur í atvinnuskyni, sem annast flugferðir þar sem heildarlosun á ári er minni en 1.000 tonn, þ.m.t. losun frá flugferðum sem um getur í l-lið,
    2. flugferðir frá flugvöllum í Sviss til flugvalla á Evrópska efnahagssvæðinu.

 

7. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 29. apríl 2021.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.


A deild - Útgáfud.: 10. maí 2021