Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 16/2018

Nr. 16/2018 5. apríl 2018

LÖG
um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum (kynferðisbrot).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 194. gr. laganna:

  1. 1. mgr. orðast svo:
        Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.
  2. Á eftir orðunum „mælt er fyrir um í 1. mgr.“ í 2. mgr. kemur: að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 5. apríl 2018.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Sigríður Á. Andersen.


A deild - Útgáfud.: 12. apríl 2018