Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1062/2019

Nr. 1062/2019 15. nóvember 2019

AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavíkurborg.

Kjalarnes, Sætún I.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur, með vísan til a-liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án stað­fest­ingar borgarráðs, þann 6. nóvember 2019, breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sætún I á Kjalar­­nesi. Í breytingunni felst að lóðir A og B skerðast vegna veghelgunarsvæðis fyrir nýjan Vesturlands­­veg. Nýtingarhlutfall á lóðunum verður 0,42. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Hólmasund 2.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykja­víkur­borgar, þann 7. nóvember 2019, breytingu á deiliskipulagi Þróttarsvæðis vegna lóðarinnar nr. 2 við Hólmasund. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður til austurs til að rúma tækja­geymslu annars vegar og sorp- og hjólageymslu hins vegar. Uppdrættir hafa hlotið meðferð sam­kvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Klettagarðar 7.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykja­víkur­borgar, þann 7. nóvember 2019, breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 7 við Klettagarða. Í breytingunni felst að byggingarreitur er minnkaður og færður til suðvesturs og aðkoma á norðvesturhluta lóðar færist til norðausturs. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Hólmaslóð 6.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 7. nóvember 2019, breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar – Örfiriseyjar vegna lóðar­innar nr. 6 við Hólmaslóð. Í breytingunni felst breyting á þakflötum í þaksvalir. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, 15. nóvember 2019.

Björn Axelsson.


B deild - Útgáfud.: 29. nóvember 2019