Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 231/2020

Nr. 231/2020 5. mars 2020

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Rangárþingi eystra.

Borgareyrar, deiliskipulagsbreyting.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 12. desember 2019 breytingu á deiliskipulagi á Borgareyrum. Breytingin felst í því að byggingarreitur B1 er felldur út og afmarkaðar tvær nýjar lóðir. Á lóð 1 verður heimilt að byggja það sem áður var heimilt á byggingarreit B1 skv. eldra skipu­lagi. Á lóða 2 eru ekki fyrirhugaðar neinar byggingar. Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin öðlast þegar gildi. 

Brúnir 1, deiliskipulagsbreyting.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 12. desember 2019 breytingu á deiliskipulagi á Brúnum 1. Breytingin felur í sér að byggingarmagn fer úr 115 m² í 340 m². Deiliskipulags­breyt­ingin hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulags­breytingin öðlast þegar gildi. 

Eyvindarholt, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 12. desember 2019 tillögu að deiliskipulagi í Eyvindarholti. Tillagan tekur til u.þ.b. 4,0 ha svæðis þar sem gert er ráð fyrir fjórum bygg­ingar­reitum. Innan byggingarreits B1 er heimilt að byggja allt að sex gestahús, hvert um sig allt að 50 m². Á byggingarreit B2 er íbúðarhús sem heimilt verður að stækka og byggja bílskúr, allt að 300 m². Innan byggingarreits B2 er heimilt að byggja allt að 250 m² íbúðarhús á einni hæð með bílskúr. Innan byggingarreits B4 er fjárhús og hlaða sem heimilt verður að stækka í allt að 350 m². Fjár­húsinu verður breytt í gistiaðstöðu fyrir allt að 12 gesti. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið öðlast þegar gildi. 

Laxhof, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 12. desember 2019 tillögu að deiliskipulagi á Laxhofi. Tillagan tekur til 1 ha landspildu, Laxhof, sem er stofnuð út úr Hesteyrum 3 í Vestur-Land­eyjum. Tillagan gerir ráð fyrir byggingarreit undir íbúðarhús og gestahús auk aðkomuvega. Deili­skipulags­­tillagan hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deili­skipulagið öðlast þegar gildi. 

Ormsvöllur, deiliskipulagsbreyting.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 12. desember 2019 breytingu á deiliskipulagi á Ormsvelli. Breyting er annars vegar á lóðinni Ormsvöllur 6, sem skipt er upp í þrjár lóðir, og hins vegar sameining á lóðunum Ormsvöllur 10 og 10a. Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin öðlast þegar gildi. 

Steinmóðarbær 4, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 12. desember 2019 tillögu að deiliskipulagi á Steinmóðarbæ 4. Tillagan nær til 12.600 m² svæðis innan lands Steinmóðarbæjar 4. Innan bygg­ingarreits er heimilt að byggja allt að 200 m² íbúðarhús, allt að 200 m² skemmu og tvö gestahús, sem hvort um sig geta verið allt að 45 m². Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

 

Hvolsvelli, 5. mars 2020.

F.h. sveitarstjórnar Rangárþings eystra,

Guðmundur Úlfar Gíslason, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 19. mars 2020