Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 500/2023

Nr. 500/2023 8. maí 2023

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna.

1. gr.

Á eftir 3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

Ef fyrir liggur samningur um skipta búsetu barns, sbr. 3. mgr. 32. gr. barnalaga, nr. 76/2003, er foreldrum sem fá umönnunargreiðslur með barni sínu heimilt að skipta greiðslum og skulu þeir þá tilkynna Tryggingastofnun hvernig skiptingu greiðslna skuli hagað. Hafi foreldrar óskað eftir skiptingu en ekki tilkynnt hvernig skiptingu greiðslna skuli hagað þá skiptast umönnunargreiðslur jafnt milli foreldra.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 14. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og gildir um umsóknir sem berast frá 1. janúar 2022.

 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 8. maí 2023.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Jóna Guðný Eyjólfsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 26. maí 2023