Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 968/2019

Nr. 968/2019 22. október 2019

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Rangárþingi eystra.

Kaffi Langbrók, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 10. október 2019 deiliskipulagstillögu fyrir Kaffi Langbrók á Kirkjulæk 3. Tillagan tekur til byggingar parhúss, tveggja bílskúra og stækkunar á veitingastaðnum Kaffi Langbrók. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulags­laga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan öðlast þegar gildi.

Einars-, Oddgeirs- og Símonarsel, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 10. október 2019 deiliskipulagstillögu fyrir Einars-, Oddgeirs- og Símonarsel. Tillagan tekur til þriggja íbúðarhúsalóða sem eru stofnaðar út úr Dalsseli 2. Lóðirnar eru hver um sig um 2,7 ha að stærð og er heimilt að byggja eitt íbúðarhús, geymslu og gestahús á hverri lóð. Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulags­laga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan öðlast þegar gildi.

Hvolsvelli, 22. október 2019.

F.h. sveitarstjórnar Rangárþings eystra,

Guðmundur Úlfar Gíslason, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 5. nóvember 2019