Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
1140/2021

Nr. 1140/2021 23. september 2021

REGLUGERÐ
um (4.) breytingu á reglugerð nr. 540/2020 um fiskeldi.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar hljóðar svo:

Reglugerð þessi nær til eldis vatnafiska og nytjastofna sjávar á íslensku forráðasvæði. Ákvæði reglugerðarinnar gilda fyrir rekstur fiskeldisstöðva með eldi og um ræktun lagarlífvera. Reglugerðin nær ekki til skráningarskyldra aðila samkvæmt reglugerð um skráningarskylda aðila í fiskeldi.

Reglugerðin nær ekki yfir geymslu á villtum lagardýrum sem eru án fóðrunar, m.a. kræklinga­rækt.

 

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um fiskeldi, nr. 71/2008, ásamt síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23. september 2021.

 

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Kolbeinn Árnason.


B deild - Útgáfud.: 8. október 2021