Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 731/2022

Nr. 731/2022 2. júní 2022

AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavíkurborg.

Hlíðarendi – reitir G, H og I.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti borgarráð Reykjavíkur, 24. febrúar 2022, breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna reita G, H og I. Í breytingunni felst að breyta lóðum G og H úr atvinnulóðum í íbúðarlóðir, breyta opnu svæði til bráðabirgða í íbúðarlóð, I, fjölga íbúðum og breyta bílastæðakröfum til samræmis við bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti borgarráð Reykjavíkur, 28. apríl 2022, breytingu á deiliskipulagi hesthúsabyggðar á Hólmsheiði. Í breytingunni felast annars vegar breyt­ingar á framtíðaráætlunum á svæðinu og hins vegar samræming skipulagsins að núverandi stöðu. Um er að ræða breytingar í þrettán liðum, auk fimm lagfæringa á uppdrætti til samræmis við núverandi stöðu. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyt­ingin öðlast þegar gildi.

 

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, 2. júní 2022.

 

Björn Axelsson.


B deild - Útgáfud.: 21. júní 2022