Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 34/2024

Nr. 34/2024 7. febrúar 2024

AUGLÝSING
um viðbótarbókun við samninginn um tölvubrot.

Hinn 30. janúar 2023 var framkvæmdastjóra Evrópuráðsins afhent fullgildingarskjal Íslands vegna viðbótarbókunar, sem gerð var í Strassborg 28. janúar 2003, við samninginn um tölvubrot, þar sem verknaðir, sem lýsa kynþátta- og útlendingahatri og framdir eru með því að hagnýta tölvukerfi, eru gerðir refsinæmir, sem gerður var í Búdapest 23. nóvember 2001. Af hálfu Íslands voru ákveðnir fyrirvarar gerðir við viðbótarbókunina með vísan til grundvallarreglna Íslands um tjáningarfrelsi. Viðbótar­bókunin öðlaðist gildi gagnvart Íslandi 1. maí 2023.

Viðbótarbókunin, ásamt fyrirvörum Íslands, er birt sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.

 

Utanríkisráðuneytinu, 7. febrúar 2024.

 

Bjarni Benediktsson.

Martin Eyjólfsson.

 

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


C deild - Útgáfud.: 15. júlí 2024