Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1326/2018

Nr. 1326/2018 12. desember 2018

GJALDSKRÁ
fyrir stofngjald fráveitu og fráveitugjald í Vesturbyggð.

1. gr.

Sveitarfélagið Vesturbyggð innheimtir gjald fyrir fráveitu í sveitarfélaginu skv. gjaldskrá þessari og samþykkt nr. 776/2003 um fráveitur í Vesturbyggð.

2. gr.

Stofngjald fráveitu skal innheimta af öllum fasteignum sem tengjast fráveitu í eigu Vesturbyggðar. Gjaldið skal álagt og innheimt við veitingu byggingarleyfis og vera sem hér segir á hverja tengingu:

Tegund byggingar Grunngjald m³-gjald Athugasemd
A. Íbúðarhúsnæði, verslun og þjónusta 74.125 kr. 50 kr. af umfram 400 m³
B. Iðnaðar-, atvinnu- og annað húsnæði 98.833 kr. 50 kr. af umfram 400 m³

Stofngjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar, 141,0 stig í nóvember 2018 og breytist hverju sinni til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu.

3. gr.

Hverjum þeim sem á hús eða húshluta í Vesturbyggð eða leigir lóð í sveitarfélaginu við götu eða opið svæði sem fráveita hefur verið lögð í ber að greiða árlegt fráveitugjald til sveitarsjóðs.

Upphæð fráveitugjaldsins ákvarðast af bæjarstjórn Vesturbyggðar árlega við álagningu fasteigna­gjalda og er nú 0,40% af fasteignamati íbúðarhúsa og -lóða og 0,40% af fasteignamati annars húsnæðis og lóða samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðast ekki fráveitugjöld.

4. gr.

Fráveitugjald greiðist af hús- og íbúðareiganda, lóðareiganda ef um eignarlóð er að ræða en af leigutaka ef um leigulóð er að ræða og bera þessir aðilar ábyrgð á greiðslu gjaldsins. Fráveitu­gjaldið nýtur aðfararheimildar skv. 3. ml. 16. gr. laga nr. 9/2009, sbr. 10. tl. 1. mgr. laga um aðför nr. 90/1989, og má gera aðför í hinni gjaldskyldu eign án tillits til eigendaskipta. Fráveitu­gjaldið nýtur lögveðsréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö árin eftir gjalddaga með forgangs­rétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

5. gr.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar getur samþykkt að fella niður eða lækka fráveitugjald hjá tekjulitlum elli‑ og örorkulífeyrisþegum samkvæmt heimild í 4. mgr. 15. gr. laga um uppbyggingu og rekstur frá­veitna nr. 9/2009.

6. gr.

Gjalddagar fráveitugjalds eru þeir sömu og gjalddagar fasteignaskatts og greiðist það með fast­eigna­sköttum.

Gjaldskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt 1. mgr. 15. gr. laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009 og 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum. Gjaldskráin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá fyrir stofngjald fráveitu og fráveitugjald í Vesturbyggð nr. 1132/2017.

Vesturbyggð, 12. desember 2018.

Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 10. janúar 2019