Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 128/2019

Nr. 128/2019 22. janúar 2019

AUGLÝSING
um breytingu á deiliskipulagi fyrir Grænuborg, Sveitarfélaginu Vogum.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 11. desember 2018 breytingu á deiliskipulagi fyrir Grænuborgarhverfi. Deiliskipulagsbreytingin felst í að gatan Auðnaborg er felld út. Á lóðum 2-16 við Grænuborg er gert ráð fyrir fjórum lóðum, þar sem heimilt verður að reisa allt að tvö fjögurra hæða fjölbýlishús á hverri lóð. Gert er ráð fyrir allt að 10-20 íbúðum í hverju húsi. Hámarkshæð húsa er 13,5 m. Skilmálar fyrir fjölbýlishús á tveimur hæðum, húsgerð E, breytist þannig að innan byggingarreits er val um hvort byggt verði raðhús eða fjölbýlishús á tveimur hæðum með 3-8 íbúðum.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð skv. 42. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

Vogum, 22. janúar 2019. 

Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 6. febrúar 2019