Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 159/2019

Nr. 159/2019 23. desember 2019

LÖG
um breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019 (skráning kyns).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    Við 4. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis hafa rétt til að breyta skráningu á kyni og nafni sínu skv. 1. mgr.

2. gr.

    Í stað orðanna „2.–4. mgr.“ í 3. málsl. 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: 2.–5. mgr.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 23. desember 2019.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Katrín Jakobsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 3. janúar 2020