Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 851/2021

Nr. 851/2021 30. júní 2021

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um rafrænar þinglýsingar, nr. 360/2019.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. málsl. 2. tölul. orðast svo: Texti sem er vistaður á gagnaformi fyrir vélræna vinnslu samkvæmt tæknilýsingu og hefur að geyma upplýsingar um meginatriði skjals sem ætlað er að þinglýsa.
  2. Í stað orðanna „Vefgátt“ í 3. tölul. kemur: Vefþjónustur (e. Web Service).

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

Orðin „nafn og“ í 2. og 3. tölul. falla brott.

 

3. gr.

Við 6. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:

4.   Lausafjárbók um skjöl, er varða lausafé almennt, þ. á m. skip, sem eru ekki skrásetningar­skyld.

 

4. gr.

Á eftir 2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:

Þinglýsingagátt tekur ekki við rafrænum færslum til þinglýsingar ef tenging við opinberar skrár liggur niðri. Við þær aðstæður er færslan ekki dagbókarfærð.

 

5. gr.

1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Þinglýsingarbeiðandi tengist þinglýsingagátt með rafrænni auðkenningu. Þinglýsingarbeiðandi útbýr rafræna færslu, á því sniði sem tæknilýsing mælir fyrir um hverju sinni, sem inniheldur megin­atriði skjals ásamt öðrum samningsákvæðum. Færslan skal undirrituð með fullgildum rafrænum skil­ríkjum og rafrænt innsigluð áður en hún er send í þinglýsingagáttina.

 

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 5. mgr. 5. gr. þinglýsingalaga, nr. 39/1978, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 30. júní 2021.

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Haukur Guðmundsson.


B deild - Útgáfud.: 19. júlí 2021