Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 153/2019

Nr. 153/2019 23. desember 2019

LÖG
um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

I. KAFLI

Breyting á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar,
nr. 78/1997, með síðari breytingum
.

1. gr.

    2. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

    Í stað orðanna „I. kafla laga um trúfélög, nr. 18/1975“ í 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: ákvæðum laga um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög, nr. 108/1999.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:

 1. Í stað orðsins „biskupsembættis“ kemur: biskupsþjónustu.
 2. Í stað orðsins „prestsembætti“ kemur: prestsþjónustu.

4. gr.

    Í stað orðsins „prestsembættis“ í 3. mgr. 10. gr. laganna kemur: prestsþjónustu.

5. gr.

    Í stað orðsins „embættisfærslu“ í 3. mgr. 12. gr. laganna kemur: starf.

6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:

 1. Í stað orðanna „embætti sínu“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: biskupsþjónustu sinni.
 2. 2. mgr. orðast svo:
      Nú fellur biskup Íslands frá eða lætur af biskupsþjónustu sinni og skal þá sá vígslubiskup sem eldri er að biskupsvígslu gegna þjónustu hans uns biskupskjör hefur farið fram og nýr biskup Íslands hefur tekið við.

7. gr.

    Orðið „embætta“ í 2. mgr. 23. gr. laganna fellur brott.

8. gr.

    Í stað orðanna „prests- og predikunarembætti“ í 2. málsl. 34. gr. laganna kemur: prests- og predikunarstarfi.

9. gr.

    Í stað orðsins „skipa“ í 1. málsl. 35. gr. laganna kemur: ráða.

10. gr.

    2. málsl. 36. gr. laganna fellur brott.

11. gr.

    37. gr. laganna orðast svo:

    Biskup Íslands ræður í starf sóknarprests sem og í önnur prestsstörf, sbr. 35., 44. og 45. gr.

12. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna:

 1. Í stað orðanna „skipunar eða setningar í prestsembætti“ í 1. mgr. kemur: tímabundinnar eða ótímabundinnar ráðningar í prestsstarf.
 2. Í stað tilvísunarinnar „6. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins“ í 3. mgr. kemur: sem starfsreglur kirkjuþings kunna að mæla fyrir um.

13. gr.

    Fyrirsögn á undan 37. og 38. gr. laganna fellur brott.

14. gr.

    Í stað orðanna „embættið með fjögurra vikna umsóknarfresti hið skemmsta“ í 1. mgr. 39. gr. laganna kemur: starfið.

15. gr.

    40. og 41. gr. laganna falla brott.

16. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna:

 1. Í stað orðanna „hlotið skipun eða ráðningu“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: verið ráðinn.
 2. Í stað orðsins „embættinu“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: prestsþjónustu.

17. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 59. gr. laganna:

 1. Í stað orðanna „aðra starfsmenn þjóðkirkjunnar en þá sem fyrr hafa verið taldir“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: starfsfólk þjóðkirkjunnar.
 2. Í stað orðanna „hlutverk starfsmanna“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: réttarstöðu og hlutverk starfsfólks.
 3. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Kirkjuþing setur gjaldskrá um þjónustu kirkjunnar, þ.m.t. vegna prestsþjónustu.

18. gr.

    V. kafli laganna ásamt fyrirsögn fellur brott.

19. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Um það starfsfólk þjóðkirkjunnar sem tilgreint var í 1. mgr. 61. gr. laganna og var í starfi 31. desember 2019 gilda ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum, eins og við getur átt, til og með 31. mars 2020.

    Það starfsfólk þjóðkirkjunnar sem var skipað í embætti í skilningi laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum, við gildistöku laga þessara heldur þeim réttindum og skyldum sem af skipuninni leiðir út skipunartíma sinn, en að öðru leyti fer um réttindi þess og skyldur samkvæmt starfsreglum settum af kirkjuþingi.

    Gjaldskrá um greiðslur fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar nr. 729/2014, með síðari breyt­ingum, sem sett var með heimild í 3. gr. laga um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra, nr. 36/1931, með síðari breytingum, og var birt í B-deild Stjórnartíðinda, skal halda gildi sínu til 31. mars 2020.

II. KAFLI

Breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,
nr. 70/1996, með síðari breytingum
.

20. gr.

    4. tölul. 1. mgr. 22. gr. laganna fellur brott.

III. KAFLI

Breyting á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins,
nr. 1/1997, með síðari breytingum
.

21. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Þeir starfsmenn þjóðkirkjunnar sem eiga aðild að B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins eiga rétt til áframhaldandi aðildar að sjóðnum með óslitinni réttindaávinnslu meðan þeir gegna störfum hjá þjóðkirkjunni.

22. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020.

    Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög um laun sóknarpresta, nr. 46/1907, og lög um embættis­kostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra, nr. 36/1931.

Gjört á Bessastöðum, 23. desember 2019.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 30. desember 2019