Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 536/2019

Nr. 536/2019 22. maí 2019

AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi í Snæfellsbæ.

Breyting deiliskipulags Hellisvalla á Hellnum.
Samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Snæfellsbæjar þann 8. nóvember 2018, breytt deiliskipulag Hellisvalla á Hellnum. Árið 2011 var sótt um breytingu á deiliskipulaginu og gert ráð fyrir að fjölga um 8 lóðir í þyrpingunni. Í fyrsta áfanga voru 17 lóðir á svæðinu, en aðeins ein þeirra er óbyggð og áhugi er á frekari uppbyggingu. Tillagan frá 2011 var samþykkt með fyrirvara um vatnsöflun, svo auglýsingu tillögunnar var frestað. Bæjaryfirvöld Snæfellsbæjar hyggjast koma að vatnsveitumálum á Hellnum og því er tillagan tekin til afgreiðslu nú.
Helstu breytingar:

Átta nýjar lóðir verði við Kjarvalströð.
Bílastæðum er breytt og þeim fjölgað.
Byggingarreitir eru 8 x 10.
Nýjar lóðir eru sambærilegar að stærð og eldri lóðir.
Nýtingarhlutfall má verða allt að 0,4 á lóðum og lögð er áhersla á að halda í fíngert yfirbragð á reitnum.

Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

Breyting deiliskipulags frístundahúsa á Hellnum.
Samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Snæfellsbæjar þann 3. maí 2018, breytt deiliskipulag frístundahúsa á Hellnum. Gerð var breyting árið 2015 vegna vegslóða sem lagður var að Nesi sem öðlaðist ekki gildi. Því er unnið að frágangi hennar nú. Breytingin er fólgin í að breyta lóðarmörkum Þórdísarflatar, Bálhóls og Búðarbrunns að vegslóðanum og þar verður kvöð um aðkomu að Nesi. Auk þess er afmörkun byggingarreita breytt á Búðarbrunni og Bálhóli.
Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

Snæfellsbæ, 22. maí 2019.

Davíð Viðarsson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 5. júní 2019