Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 32/2022

Nr. 32/2022 10. júní 2022

LÖG
um breytingu á lögum um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, nr. 14/2020, og lögum um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu, nr. 20/2021 (ESB-endurbótalýsing o.fl.).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

I. KAFLI

Breyting á lögum um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði
eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, nr. 14/2020
.

1. gr.

    2. gr. laganna orðast svo:

    Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1129 frá 14. júní 2017 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði og um niðurfellingu á tilskipun 2003/71/EB, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 92 frá 14. nóvember 2019, bls. 72–142, skulu hafa lagagildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2019 frá 29. mars 2019 sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 12. september 2019, bls. 1–2, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest, með breytingum samkvæmt:

 1. 1. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/337 frá 16. febrúar 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) 2017/1129 að því er varðar ESB-endurbótalýsingu og mark­vissar aðlaganir fyrir fjármálamilliliði og tilskipun 2004/109/EB að því er varðar notkun á sam­eigin­lega rafræna skýrslusniðinu fyrir árleg reikningsskil, til að stuðla að endurbótum í kjölfar COVID-19 hættuástandsins, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 384/2021 frá 10. desember 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 17. febrúar 2022, bls. 1104–1116.

    Þegar vísað er til laga þessara er átt við lögin og reglugerðir ESB skv. 1. mgr. þessarar greinar.

    Með vísun í tilskipun 2003/71/EB er átt við lög þessi, sbr. VI. viðauka við reglugerð (ESB) 2017/1129.

    Með vísun í reglugerð (ESB) 2017/1129 til hugtaka samkvæmt tilskipun 2014/65/ESB er átt við sömu hugtök í skilningi laga um markaði fyrir fjármálagerninga, með eftirfarandi aðlögunum þó:

 1. Með vísun í a-lið 2. gr. reglugerðar (ESB) 2017/1129 til framseljanlegra verðbréfa sam­kvæmt tilskipun 2014/65/ESB er átt við verðbréf í skilningi laga um markaði fyrir fjármála­gerninga.
 2. Með vísun í a-lið 2. gr. reglugerðar (ESB) 2017/1129 til peningamarkaðsskjala samkvæmt tilskipun 2014/65/ESB er átt við peningamarkaðsgerninga í skilningi laga um markaði fyrir fjármálagerninga.
 3. Með vísun í e-lið 2. gr. reglugerðar (ESB) 2017/1129 til hæfra fjárfesta skv. II. viðauka tilskipunar 2014/65/ESB er átt við fagfjárfesta í skilningi laga um markaði fyrir fjármála­gerninga.
 4. Með vísun í v-lið 2. gr. reglugerðar (ESB) 2017/1129 til skipulegs viðskiptavettvangs samkvæmt tilskipun 2014/65/ESB er átt við skipulegt markaðstorg (OTF) í skilningi laga um markaði fyrir fjármálagerninga.

    Með vísunum í reglugerð (ESB) 2017/1129 til tilskipunar 2004/109/EB er átt við lög um upp­lýs­ingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.

    Með vísun í iii. lið m-liðar 2. gr. reglugerðar (ESB) 2017/1129 til vals útgefenda verðbréfa á heimaríki í samræmi við iii. lið i-liðar 1. mgr. 2. gr. tilskipunar 2004/109/EB er átt við val útgefenda verðbréfa á heimaríki skv. 3. mgr. 5. gr. laga um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu, nr. 20/2021.

    Með vísun í iv. lið a-liðar 7. mgr. 7. gr. reglugerðar (ESB) 2017/1129 til skilameðferðar sam­kvæmt tilskipun 2014/59/ESB er átt við skilameðferð í skilningi laga um skilameðferð lána­stofn­ana og verðbréfafyrirtækja.

    Með vísun í f-lið 1. mgr. 19. gr. reglugerðar (ESB) 2017/1129 til skýrslu framkvæmdastjórnar eins og um getur í tilskipun 2013/34/ESB er átt við skýrslu stjórnar í skilningi laga um ársreikninga.

    Með vísun í i-lið 1. mgr. 19. gr. reglugerðar (ESB) 2017/1129 til starfskjaraskýrslna samkvæmt tilskipun 2007/36/EB er átt við starfskjarastefnu í skilningi laga um hlutafélög.

    Með vísun í j-lið 1. mgr. 19. gr. reglugerðar (ESB) 2017/1129 til ársskýrslna eða annarra birtra upplýsinga samkvæmt tilskipun 2011/61/ESB er átt við gagnsæiskröfur samkvæmt lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

    Með vísun í V. lið V. viðauka a við reglugerð (ESB) 2017/1129 til áritunar endurskoðanda í sam­ræmi við tilskipun 2006/43/EB er átt við áritun endurskoðanda í skilningi laga um ársreikninga.

 

II. KAFLI

Breyting á lögum um upplýsingaskyldu útgefenda
verðbréfa og flöggunarskyldu, nr. 20/2021
.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á lögunum:

 1. Í stað orðsins „verðbréfamarkað“ í 1. gr. kemur: markað.
 2. Í stað orðsins „verðbréfamarkaði“ í 1., 2. og 4. mgr. 2. gr., 2. tölul. og 1. málsl. 3. tölul. 2. mgr. 3. gr., 4. tölul. og 1. málsl. og tvívegis í 2. málsl. 13. tölul. 4. gr., hvarvetna í 5. gr., 2. málsl. 8. gr., 1. málsl. 1. mgr. 12. gr., 15. gr., hvarvetna í 37. gr., 2. málsl. 2. mgr. 38. gr. og í 4. og 5. tölul. 39. gr. kemur: markaði.
 3. Í stað orðsins „verðbréfaviðskipti“ í 3., 14. og 15. tölul. 4. gr. kemur: markaði fyrir fjár­mála­gerninga.
 4. 11. tölul. 4. gr. orðast svo: Skipulegur markaður: Skipulegur markaður í skilningi laga um markaði fyrir fjármálagerninga.
 5. Í stað tilvísunarinnar „a- og d–h-lið 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007“ í 1. mgr. 14. gr. kemur: 2. og 63. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
 6. Í stað orðanna „stunda verðbréfaviðskipti“ í 2. málsl. 2. mgr. 28. gr. kemur: veita fjár­fest­ingarþjónustu og/eða stunda fjárfestingarstarfsemi.
 7. Í stað orðsins „verðbréfamarkaðir“ í 4. tölul. 39. gr. kemur: markaðir.

 

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 10. júní 2022.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 22. júní 2022