Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 64/2023

Nr. 64/2023 22. júní 2023

LÖG
um breytingu á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, lögum um verðbréfasjóði og fleiri lögum (sala sjóða yfir landamæri, höfuðsjóðir og fylgisjóðir o.fl.).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

I. KAFLI

Breyting á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020.

1. gr.

    Á eftir 2. gr. laganna kemur ný grein, 2. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Lögfesting.

    Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 frá 20. júní 2019 um að auð­velda dreifingu sjóða um sameiginlega fjárfestingu yfir landamæri og um breytingu á reglu­gerðum (ESB) nr. 345/2013, (ESB) nr. 346/2013 og (ESB) nr. 1286/2014, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 78 frá 9. desember 2021, bls. 163– 174, skulu hafa laga­gildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 53/2021 frá 5. febrúar 2021, sem birt var með auglýsingu nr. 8/2023 í C-deild Stjórnar­tíðinda, dags. 1. mars 2023, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efna­hags­svæðið, sbr. lög um Evrópska efnahags­svæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.

    Þegar vísað er til laga þessara í lögunum er átt við lögin og reglugerð ESB skv. 1. mgr., eftir því sem við á.

    Með vísun í afturköllun ráðstafana samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB í 3. mgr. 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við afturköllun ráð­stafana samkvæmt lögum þessum.

    Með vísun í upplýsingar sem veita á fjárfestum samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB í 4. mgr. 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við upplýsingar skv. 46. og 47. gr. laga þessara.

    Með vísun í lýsingu samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB í 2. mgr. 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við útboðslýsingu samkvæmt lögum um verðbréfasjóði.

    Með vísun í afturköllun ráðstafana samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB í 3. mgr. 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við afturköllun ráð­stafana samkvæmt lögum um verðbréfasjóði.

    Með vísun í lykilupplýsingar samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB í 5. mgr. 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við lykilupplýsingar sam­kvæmt lögum um verðbréfasjóði.

    Með vísun í ferli fyrir tilkynningu samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB í 1. mgr. 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við tilkynningu skv. 1. mgr. 100. gr. laga um verðbréfasjóði.

 

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:

 1. Á eftir 9. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Formarkaðssetning: Miðlun upp­lýsinga, beint eða óbeint, um fjárfestingaráætlanir eða fjárfestingarhugmyndir rekstrar­aðila sérhæfðra sjóða innan EES, eða fyrir hönd hans, til mögulegra fagfjárfesta með skráða starfsstöð innan EES til að kanna áhuga þeirra á sérhæfðum sjóði eða sjóðsdeild sem hefur ekki verið komið á fót eða hefur verið komið á fót en ekki enn verið tilkynnt um mark­aðs­setningu á skv. VIII. kafla, í því ríki þar sem mögulegir fjárfestar eru með skráða starfs­stöð. Miðlun upplýsinganna jafngildir hvorki tilboði né útboði fyrir þann mögulega fjárfesti til að fjárfesta í hlutdeildarskírteinum eða hlutum í þeim sérhæfða sjóði eða sjóðsdeild.
 2. Í stað „11. tölul.“ í 18. tölul. 1. mgr. kemur: 12. tölul.
 3. Í stað „37. tölul.“ í 2. mgr. kemur: 38. tölul.

 

3. gr.

    Á undan 56. gr. laganna koma tvær nýjar greinar í VIII. kafla, 55. gr. a og 55. gr. b, ásamt fyrir­sögnum, svohljóðandi:

    a. (55. gr. a.)

Skilyrði formarkaðssetningar innan EES.

    Rekstraraðila með starfsleyfi er heimilt að stunda formarkaðssetningu sérhæfðra sjóða innan EES. Það er þó ekki heimilt ef upplýsingar sem veittar eru mögulegum fagfjárfestum:

 1. eru nægar til að gera fjárfestum kleift að skuldbinda sig til að eignast hlutdeildarskírteini eða hluti í tilteknum sérhæfðum sjóði,
 2. jafngilda áskriftareyðublöðum eða svipuðum skjölum, hvort sem þau eru í drögum eða endanlegri mynd, eða
 3. jafngilda stofnsamningi, lýsingu eða tilboðsskjölum sérhæfðs sjóðs sem hefur ekki enn verið komið á fót í endanlegri mynd.

    Ef drög að lýsingu eða öðrum skjölum vegna markaðssetningar eru afhent mögulegum fjár­festum skulu þau ekki hafa að geyma upplýsingar sem nægja til að fjárfestar geti tekið fjárfest­ingar­ákvörðun og í þeim skal koma skýrt fram að:

 1. þau teljist ekki vera tilboð eða boð um áskrift að hlutdeildarskírteinum eða hlutum sérhæfðs sjóðs,
 2. ekki ætti að byggja á upplýsingunum sem þar eru settar fram því að þær séu ekki endan­legar og geti átt eftir að breytast.

    Rekstraraðila ber hvorki skylda til að tilkynna Fjármálaeftirlitinu um efni eða viðtakendur formark­aðssetningar áður en hann ræðst í formarkaðssetningu né til að uppfylla önnur skilyrði eða kröfur en þær sem kveðið er á um í þessari grein. Tilkynning til Fjármálaeftirlits um for­markaðs­setningu fer skv. 55. gr. b.

    Rekstraraðili skal tryggja að fjárfestar eignist ekki hlutdeildarskírteini eða hluti í sérhæfðum sjóði gegnum formarkaðssetningu og að fjárfestar sem samband hefur verið haft við í tengslum við formarkaðssetningu geti aðeins eignast hlutdeildarskírteini eða hluti í þeim sérhæfða sjóði gegnum markaðssetningu sem heimiluð er skv. 56. og 57. gr.

    Allar áskriftir fagfjárfesta gerðar innan 18 mánaða frá því að rekstraraðili hóf for­markaðs­setningu á sérhæfðum sjóði skulu teljast leiða af markaðssetningu og skulu falla undir viðeigandi tilkynningarferli skv. 56. og 57. gr.

    Þriðji aðili sem framkvæmir formarkaðssetningu samkvæmt ákvæði þessu fyrir hönd rekstrar­aðila skal uppfylla skilyrði ákvæðisins og vera með starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki í samræmi við lög um markaði fyrir fjármálagerninga, lánastofnun í samræmi við lög um fjármála­fyrirtæki, rekstrarfélag verðbréfasjóðs í samræmi við lög um verðbréfasjóði, rekstraraðili sérhæfðra sjóða í samræmi við lög þessi, eða koma fram sem einkaumboðsmaður í samræmi við lög um markaði fyrir fjármálagerninga.

    Rekstraraðili skal tryggja að formarkaðssetning sé skjalfest á fullnægjandi hátt.

    b. (55. gr. b.)

Tilkynning um formarkaðssetningu.

    Rekstraraðili skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu innan tveggja vikna frá því að hann hefur formark­aðs­setningu um þau ríki innan EES þar sem formarkaðssetning á sér eða hefur átt sér stað og tíma­bilin sem hún á sér eða hefur átt sér stað í viðkomandi ríki. Tilkynningin skal send á því formi sem Fjármálaeftirlitið ákveður og skal í henni gefa stutta lýsingu á formarkaðssetningunni, þ.m.t. upplýsingar um framlagðar fjárfestingaráætlanir og, ef við á, lista yfir þá sérhæfðu sjóði og deildir sérhæfðra sjóða sem eru eða hafa verið formarkaðssettir.

    Fjármálaeftirlitið skal tafarlaust upplýsa lögbær yfirvöld í þeim ríkjum þar sem rekstraraðili fæst við eða fékkst við formarkaðssetningu. Fjármálaeftirlitið skal veita lögbæru yfirvöldunum frekari upplýsingar um formarkaðssetningu sem á sér eða hefur átt sér stað í því ríki fari þau fram á það.

 

4. gr.

    Við 2. mgr. 57. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Einnig skal tilgreina nauðsynlegar upplýsingar, svo sem heimilisfang, til sendingar reikninga eða upplýsinga um gildandi eftirlitsgjöld eða þóknanir af hálfu lögbærra yfirvalda í gistiríkinu, og upplýsingar um aðstöðu fyrir almenna fjárfesta, sbr. 65. gr. a.

 

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 59. gr. laganna:

 1. Í stað orðanna „án ástæðulausrar tafar“ í 2. mgr. kemur: innan 15 virkra daga frá viðtöku allra upplýsinga skv. 1. mgr.
 2. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitið skal tilkynna lögbærum yfirvöldum í gistiríki rekstraraðila um slíka niðurstöðu varði fyrirhugaðar breytingar atriði skv. 57. gr.
 3. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitið skal án ástæðulausrar tafar tilkynna lögbærum yfirvöldum í gistiríki rekstraraðila um þær ráðstafanir sem gripið er til.
 4. Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Tilkynningin skal send innan mánaðar frá viðtöku allra upplýsinga sem um getur í 1. mgr. varði breytingarnar atriði skv. 57. gr.

 

6. gr.

    Á eftir 59. gr. laganna koma þrjár nýjar greinar, 59. gr. a – 59. gr. c, ásamt fyrirsögnum, svo­hljóðandi:

    a. (59. gr. a.)

Afturköllun ráðstafana sem gerðar hafa verið til markaðssetningar í öðrum ríkjum
innan EES á sérhæfðum sjóðum með staðfestu innan EES.

 

    Rekstraraðila með starfsleyfi er heimilt að afturkalla ráðstafanir sem gerðar hafa verið til mark­aðssetningar hlutdeildarskírteina eða hluta sérhæfðra sjóða í ríki þar sem hann hefur lagt fram tilkynn­ingu í samræmi við 57. gr., að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

 1. almennt tilboð er lagt fram til að endurkaupa eða innleysa, endurgjaldslaust, öll hlut­deildar­skírteini eða hluti sem fjárfestar í viðkomandi landi eiga í sjóðnum. Tilboðið skal vera aðgengilegt í a.m.k. 30 virka daga og því beint til hvers og eins fjárfestis í ríkinu sem deili eru þekkt á, beint eða fyrir milligöngu fjármálamilliliða. Þetta gildir ekki um lokaða sérhæfða sjóði og evrópska langtímafjárfestingarsjóði,
 2. áform um að fella úr gildi ráðstafanir sem gerðar voru fyrir markaðssetningu hlut­deildar­skírteina eða hluta í sérhæfðum sjóðum rekstraraðilans í viðkomandi landi skulu gerð opinber á miðli sem er aðgengilegur öllum, þ.m.t. rafrænum miðli, sem tíðkast við mark­aðs­setningu sérhæfðra sjóða og hentar dæmigerðum fjárfesti í sérhæfðum sjóðum,
 3. öllum nýjum eða frekari beinum eða óbeinum tilboðum eða útboðum á hlutdeildarskírteinum eða hlutum í sérhæfða sjóðnum skal hætt frá og með dagsetningu afturköllunar. Frá sama tímapunkti skal hvers kyns samningsbundnu fyrirkomulagi við fjármálamilliliði eða útvist­unar­aðila breytt eða það fellt úr gildi til að hindra frekari dreifingu á hlutdeildar­skírteinum eða hlutum sem voru tilgreind í tilkynningunni sem um getur í 59. gr. b.

    Upplýsingar skv. a- og b-lið 1. mgr. skulu á greinargóðan hátt lýsa hvaða afleiðingar það hefur fyrir fjárfesta að samþykkja ekki tilboð um að innleysa eða endurkaupa hlutdeildarskírteini sín eða hluti.

    Í 36 mánuði frá dagsetningu afturköllunar skv. 1. mgr. skal rekstraraðili ekki stunda for­markaðssetningu hlutdeildarskírteina eða hluta sérhæfðra sjóða sem um getur í tilkynningunni skv. 59. gr. b eða að því er varðar svipaðar fjárfestingaráætlanir eða fjárfestingarhugmyndir í ríkinu sem er tilgreint í tilkynningunni.

    Rekstraraðili skal veita fjárfestum sem halda skuldbindingu sinni í viðkomandi sérhæfðum sjóðum og Fjármálaeftirlitinu þær upplýsingar sem krafist er skv. 45., 46. og 47. gr. Heimilt er að veita upplýsingarnar rafrænt.

    Fjármálaeftirlitið skal senda lögbærum yfirvöldum í ríkinu sem er tilgreint í tilkynningunni skv. 59. gr. b upplýsingar um allar breytingar á gögnum og upplýsingum sem um getur í 2.–6. tölul. 2. mgr. 56. gr., sbr. 1. málsl. 2. mgr. 57. gr.

    b. (59. gr. b.)

Tilkynning um afturköllun ráðstafana.

    Rekstraraðili skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um afturköllun ráðstafana skv. 1. mgr. 59. gr. a. Í tilkynningunni skulu koma fram upplýsingar samkvæmt þeirri grein.

    Fjármálaeftirlitið skal staðfesta hvort tilkynningin sem rekstraraðili lagði fram skv. 1. mgr. sé fullnægjandi. Fjármálaeftirlitið skal eigi síðar en 15 virkum dögum frá viðtöku fullnægjandi til­kynn­ingar senda hana til lögbærra yfirvalda í aðildarríkinu sem tilgreint er í tilkynningunni skv. 1. mgr. og til ESMA. Eftir sendingu tilkynningarinnar skal Fjármálaeftirlitið tafarlaust tilkynna rekstrar­aðila um sendinguna.

    c. (59. gr. c.)

Afturköllun ráðstafana sem gerðar hafa verið til markaðssetningar hér á landi
á sérhæfðum sjóðum með staðfestu innan EES.
 

    Rekstraraðila með staðfestu og starfsleyfi í öðru ríki innan EES er heimilt að afturkalla ráð­staf­anir sem gerðar hafa verið til markaðssetningar hlutdeildarskírteina eða hluta sérhæfðra sjóða hér á landi hafi tilkynning vegna sjóðsins verið lögð fram í samræmi við 60. gr. Í áframsendri tilkynningu rekstraraðila af hálfu lögbærra yfirvalda heimaríkis hans til Fjármálaeftirlitsins skal koma fram staðfesting á því að eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:

 1. almennt tilboð er lagt fram til að endurkaupa eða innleysa, endurgjaldslaust, öll hlut­deildar­skírteini eða hluti sem fjárfestar hér á landi eiga í sjóðnum. Tilboðið skal vera aðgengi­legt í a.m.k. 30 virka daga og því beint til hvers og eins fjárfestis sem deili eru þekkt á, beint eða fyrir milligöngu fjármálamilliliða. Þetta gildir ekki um lokaða sérhæfða sjóði og evrópska langtímafjárfestingarsjóði,
 2. áform um að fella úr gildi ráðstafanir sem gerðar voru fyrir markaðssetningu hlut­deildar­skírteina eða hluta í sérhæfðum sjóðum rekstraraðilans hér á landi skulu gerð opinber á miðli sem er aðgengilegur öllum, þ.m.t. rafrænum miðli, sem tíðkast við mark­aðs­setningu sérhæfðra sjóða og hentar dæmigerðum fjárfesti í sérhæfðum sjóðum,
 3. öllum nýjum eða frekari beinum eða óbeinum tilboðum eða útboðum á hlut­deildar­skírteinum eða hlutum í sérhæfða sjóðnum skal hætt frá og með dagsetningu afturköllunar. Frá sama tímapunkti skal hvers kyns samningsbundnu fyrirkomulagi við fjármálamilliliði eða útvist­unaraðila breytt eða það fellt úr gildi til að hindra frekari dreifingu á hlutdeildar­skírteinum eða hlutum.

    Í 36 mánuði frá dagsetningunni sem um getur í c-lið 1. mgr. skal rekstraraðili ekki stunda formarkaðssetningu hlutdeildarskírteina eða hluta viðkomandi sérhæfðra sjóða eða að því er varðar svipaðar fjárfestingaráætlanir eða fjárfestingarhugmyndir.

    Rekstraraðili skal veita fjárfestum sem halda skuldbindingu sinni í viðkomandi sérhæfðum sjóðum þær upplýsingar sem krafist er skv. 45., 46. og 47. gr. Heimilt er að veita upplýsingarnar rafrænt.

    Að uppfylltum skilyrðum um afturköllun ráðstafana skal Fjármálaeftirlitið hafa sömu réttindi og skyldur og lögbær yfirvöld í gistiríki rekstraraðila skv. 97.–99. gr.

 

7. gr.

    Á eftir orðunum „V. kafla um gagnsæi“ í 2. tölul. 2. mgr. 64. gr. laganna kemur: nema að því er varðar gögn skv. 3. og 4. mgr. 48. gr. sem skulu afhent að beiðni Fjármálaeftirlitsins.

 

8. gr.

    Á eftir 65. gr. laganna kemur ný grein, 65. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Aðstaða sem er aðgengileg almennum fjárfestum.

    Rekstraraðili sem hefur í hyggju að markaðssetja hlutdeildarskírteini eða hluti sérhæfðs sjóðs til almennra fjárfesta í öðru ríki innan EES skal bjóða þar upp á aðstöðu til að:

 1. afgreiða fyrirmæli fjárfesta um áskrift, greiðslu, endurkaup og innlausn í tengslum við hlut­deildar­skírteini eða hluti í sérhæfða sjóðnum í samræmi við skilyrði sem kveðið er á um í reglum viðkomandi sjóðs,
 2. veita fjárfestum upplýsingar um hvernig hægt er að gefa fyrirmæli sem um getur í a-lið og hvernig ágóði af endurkaupum og innlausn er greiddur,
 3. auðvelda meðferð upplýsinga í tengslum við nýtingu á rétti fjárfesta sem leiðir af fjár­festingu í sérhæfða sjóðnum í ríkinu þar sem sjóðurinn er markaðssettur,
 4. gera upplýsingar og skjöl sem krafist er skv. 45., 46. og 47. gr. aðgengileg fjárfestum til skoðunar og þeim gert kleift að fá afrit af þeim,
 5. veita fjárfestum upplýsingar sem skipta máli fyrir verkefnin sem sinnt er í aðstöðunni á varanlegum miðli í skilningi laga um verðbréfasjóði,
 6. koma fram sem tengiliður fyrir samskipti við lögbær yfirvöld.

Rekstraraðilar evrópskra langtímafjárfestingarsjóða skulu einnig uppfylla kröfur skv. 26. gr. reglu­gerðar (ESB) 2015/760, sbr. 2. gr. laga um evrópska langtímafjárfestingarsjóði, nr. 115/2022.

    Rekstraraðili skal tryggja að aðstaðan, sem getur verið á rafrænu formi, til að sinna verkefnum sem um getur í 1. mgr. uppfylli eftirfarandi skilyrði:

 1. upplýsingar séu veittar á opinberu tungumáli eða einu af opinberum tungumálum ríkisins þar sem sjóðurinn er markaðssettur eða á tungumáli sem lögbært yfirvald í því ríki sam­þykkir,
 2. sé veitt af hálfu rekstraraðila, þriðja aðila sem lýtur reglum og eftirliti sem gildir um verk­efnin sem inna á af hendi, eða af hálfu þeirra beggja.

    Eigi þriðji aðili að sinna verkefnum skv. 1. mgr., sbr. b-lið 2. mgr., skal skriflegur samningur staðfesta tilnefningu þess þriðja aðila þar sem tilgreint er hvaða verkefnum af þeim sem um getur í 1. mgr. verði ekki sinnt af hálfu rekstraraðila og að þriðji aðilinn muni fá allar viðeigandi upp­lýsingar og gögn frá rekstraraðila.

    Rekstraraðili með staðfestu í öðru ríki innan EES sem hefur í hyggju að markaðssetja hlut­deildar­skírteini eða hluti sérhæfðs sjóðs til almennra fjárfesta hér á landi skal bjóða upp á aðstöðu til að sinna verkefnum skv. a–f-lið 1. mgr. Aðstaðan getur verið á rafrænu formi og skal hún veitt af hálfu rekstraraðila, þriðja aðila sem lýtur reglum og eftirliti sem gildir um verkefnin sem inna á af hendi, eða af hálfu þeirra beggja, sbr. 3. mgr. Upplýsingar skulu vera á íslensku eða á öðru tungu­máli sem Fjármálaeftirlitið samþykkir.

 

9. gr.

    3. mgr. 76. gr. laganna fellur brott.

 

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 86. gr. laganna:

 1. 4. og 5. mgr. falla brott.
 2. 1. málsl. 6. mgr. orðast svo: Á vefsvæði rekstraraðila skal birta upplýsingar um tíu stærstu útgefendur í eignasafni sjóðsins ásamt upplýsingum um hlutfall fjárfestingar í hverjum aðila.

 

11. gr.

    Við 94. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

    Heimilt er að víkja frá þeim hámörkum sem mælt er fyrir um í 1.–4. tölul. 1. mgr. á þeim tíma sem gerninganna er aflað ef ekki er unnt á þeim tíma að reikna heildarfjárhæð skuldabréfa eða peningamarkaðsgerninga eða hreina fjárhæð útgefinna verðbréfa.

    Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur um að 1. mgr. taki ekki til framseljanlegra verð­bréfa eða peningamarkaðsgerninga sem ríki innan EES eða sveitarfélög aðildarríkja eða ríki utan EES gefa út eða ábyrgjast eða alþjóðastofnanir sem eitt eða fleiri ríki EES eru aðilar að gefa út.

 

12. gr.

    Á eftir 96. gr. laganna kemur nýr undirkafli, C. Höfuðsjóðir og fylgisjóðir, með ellefu nýjum greinum, 96. gr. a – 96. gr. k, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:

    a. (96. gr. a.)

Almennt.

    Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta getur verið höfuðsjóður eða fylgisjóður að ákveðnum skilyrðum uppfylltum sem tiltekin eru í þessum kafla.

    Fylgisjóður samkvæmt kafla þessum er sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta eða einstakar deildir sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta, sé hann deildaskiptur, sem fengið hefur heimild Fjármálaeftirlitsins til að fjárfesta a.m.k. 85% eigna sinna í hlutdeildarskírteinum annars sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta eða verðbréfasjóðs, höfuðsjóðs, eða einstakra deilda hans, sé hann deildaskiptur, þrátt fyrir 5. tölul. 1. mgr. 93. gr.

    Fylgisjóði er heimilt að fjárfesta allt að 15% af eignum sínum í eftirfarandi:

 1. innlánum eða auðseljanlegum eignum, sbr. 90. gr., og/eða
 2. afleiðum vegna áhættuvarna í samræmi við 4. og 5. tölul. 89. gr. og 92. gr.

    Höfuðsjóður samkvæmt þessum kafla er sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta, eða einstakar deildir sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta, sé hann deildaskiptur, sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði:

 1. hefur a.m.k. einn fylgisjóð í hópi eigenda hlutdeildarskírteina,
 2. er ekki sjálfur fylgisjóður,
 3. er ekki eigandi hlutdeildarskírteina fylgisjóðs.

    Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um skipan höfuðsjóða og fylgisjóða samkvæmt þessum kafla.

    b. (96. gr. b.)

Umsókn fylgisjóðs til fjárfestingar í höfuðsjóði.

    Fylgisjóði er einungis heimilt að fjárfesta í höfuðsjóði að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið skal heimila fjárfestingu fylgisjóðs í höfuðsjóði ef fylgisjóður, vörslufyrirtæki fylgi­sjóðs, endurskoðandi fylgisjóðs og höfuðsjóður uppfylla skilyrði laga sem um þau gilda.

    Fylgisjóður skal vegna umsóknar leggja fram eftirfarandi gögn til Fjármálaeftirlitsins:

 1. Reglur fylgisjóðs og höfuðsjóðs.
 2. Útboðslýsingu og lykilupplýsingar fylgisjóðs og höfuðsjóðs.
 3. Samkomulag á milli fylgisjóðs og höfuðsjóðs eða, ef við á, samkomulag um innri reglur.
 4. Upplýsingar til hlutdeildarskírteinishafa fylgisjóðs.
 5. Samning milli vörslufyrirtækja fylgisjóðs og höfuðsjóðs um upplýsingaskipti ef fylgisjóður og höfuðsjóður hafa ekki sama vörslufyrirtæki.
 6. Samning milli endurskoðenda fylgisjóðs og höfuðsjóðs um upplýsingaskipti ef fylgisjóður og höfuðsjóður hafa ekki sama endurskoðanda.

    Fjármálaeftirlitið skal tilkynna fylgisjóði hvort umsókn um fjárfestingar í höfuðsjóði sé samþykkt eigi síðar en 15 virkum dögum eftir móttöku fullnægjandi gagna samkvæmt þessari grein.

    Ef höfuðsjóður er með staðfestu og staðfestingu í öðru ríki innan EES skal fylgisjóður leggja fram yfirlýsingu lögbærs yfirvalds höfuðsjóðsins um að hann hafi staðfestingu sem verðbréfasjóður eða deild verðbréfasjóðs í því ríki og uppfylli skilyrði 4. mgr. 96. gr. a.

    c. (96. gr. c.)

Samkomulag milli höfuðsjóðs og fylgisjóðs.

    Höfuðsjóður skal veita fylgisjóði öll þau gögn og þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til sönnunar á því að fylgisjóðurinn uppfylli skilyrði laga og reglna sem gilda um starfsemi sjóðsins. Fylgisjóður skal gera samkomulag við höfuðsjóð þess efnis.

    Fylgisjóður skal ekki fjárfesta umfram það hámark sem kemur fram í 93. gr. í hlut­deildar­skírteinum höfuðsjóðs fyrr en samkomulag skv. 1. mgr. hefur tekið gildi. Samkomulagið skal, samkvæmt beiðni og án endurgjalds, gert aðgengilegt öllum eigendum hlutdeildarskírteina.

    Ef höfuðsjóður og fylgisjóður eru innan sama rekstrarfélags mega innri viðskiptareglur, sem tryggja að farið sé að skilyrðum þessa ákvæðis, koma í stað samkomulags skv. 1. mgr.

    Höfuðsjóður og fylgisjóður skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að samræma tímasetningu útreikn­inga á innlausnarvirði og birtingar upplýsinga þar um til að koma í veg fyrir að hægt sé að sjá fyrir verðbreytingar hlutdeildarskírteina þeirra á mörkuðum og koma í veg fyrir tækifæri til högnunar.

    Ef höfuðsjóður frestar tímabundið endurkaupum, innlausn eða áskrift á hlutdeildarskírteinum sínum, hvort sem það er að eigin frumkvæði eða að ósk Fjármálaeftirlitsins, er hverjum fylgisjóði hans heimilt að fresta endurkaupum, innlausn eða áskrift á hlutdeildarskírteinum sínum innan sama tímabils og höfuðsjóður, þrátt fyrir skilyrði 2. og 4. mgr. 87. gr.

    Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um innihald samkomulags og innri viðskiptareglna og viðeigandi ráðstafanir til að samræma tímasetningu útreikninga og birtingu upplýsinga þar um.

    d. (96. gr. d.)

Félagsslit, samruni eða skipting höfuðsjóðs.

    Ef höfuðsjóði er slitið skal einnig slíta fylgisjóði nema Fjármálaeftirlitið samþykki:

 1. fjárfestingu sem nemur minnst 85% af eignum fylgisjóðs í hlutdeildarskírteinum annars höfuð­sjóðs, eða
 2. breytingu á reglum sjóðs eða stofnsamningi til þess að gera fylgisjóði kleift að breytast í sérhæfðan sjóð fyrir almenna fjárfesta sem er ekki fylgisjóður.

    Félagsslit höfuðsjóðs skulu eiga sér stað í fyrsta lagi þremur mánuðum eftir að allir eigendur hlutdeildarskírteina og lögbær yfirvöld fylgisjóðs hafa verið upplýst um bindandi ákvörðun um félags­slit.

    Ef höfuðsjóður rennur saman við annan sérhæfðan sjóð fyrir almenna fjárfesta, eða er skipt upp í tvo eða fleiri sérhæfða sjóði fyrir almenna fjárfesta, skal fylgisjóði slitið nema Fjármálaeftirlitið veiti fylgisjóði leyfi til að:

 1. starfa áfram sem fylgisjóður höfuðsjóðsins eða annars sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta sem verður til við samruna eða skiptingu höfuðsjóðsins,
 2. fjárfesta a.m.k. 85% af eignum sínum í hlutdeildarskírteinum annars höfuðsjóðs sem ekki hefur orðið til við samrunann eða skiptinguna, eða
 3. breyta reglum sjóðsins eða stofnsamningi til þess að breyta honum í sérhæfðan sjóð fyrir almenna fjárfesta sem ekki er fylgisjóður.

    Enginn samruni eða skipting höfuðsjóðs skal öðlast gildi nema höfuðsjóður hafi afhent upp­lýsingar til allra eigenda hlutdeildarskírteina um fyrirhugaðan samruna skv. 84. gr., sbr. 83. gr. laga um verðbréfasjóði, nr. 116/2021, og lögbærra yfirvalda eigi síðar en 60 dögum fyrir áætlaðan gildis­töku­dag samrunans.

    Hafi Fjármálaeftirlitið eða lögbær yfirvöld heimaríkis fylgisjóðsins ekki veitt samþykki skv. a-lið 3. mgr. skal höfuðsjóður gera fylgisjóði kleift að endurkaupa eða innleysa öll hlutdeildarskírteini í höfuðsjóðnum áður en samruni eða skipting höfuðsjóðsins tekur gildi.

    Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um nauðsynlegt samþykki í þeim tilvikum þegar til félags­slita, samruna eða skiptingar höfuðsjóðs kemur.

    e. (96. gr. e.)

Samkomulag um upplýsingaskipti milli vörsluaðila.

    Ef höfuðsjóður og fylgisjóður hafa mismunandi vörsluaðila skulu sjóðirnir krefjast þess að vörslu­aðilar beggja geri samkomulag um upplýsingaskipti til þess að tryggja að báðir vörsluaðilarnir uppfylli skyldur sínar, sbr. 96. gr. b.

    Fylgisjóður skal ekki fjárfesta í hlutdeildarskírteinum höfuðsjóðs fyrr en samkomulag skv. 1. mgr. hefur tekið gildi.

    Fylgisjóður eða, eftir atvikum, rekstraraðili fylgisjóðs skal veita vörsluaðila fylgisjóðs þær upp­lýsingar um höfuðsjóð sem krafist er til þess að vörsluaðili fylgisjóðs geti uppfyllt skyldur sínar.

    Vörsluaðili höfuðsjóðs skal án tafar upplýsa lögbær yfirvöld höfuðsjóðs og fylgisjóð, eða þar sem við á rekstraraðila og vörsluaðila fylgisjóðs, um hvers konar frávik frá réttri framkvæmd sem vörsluaðili verður var við við framkvæmd starfa sinna sem geta haft neikvæð áhrif á fylgisjóð.

    Vörsluaðilar höfuðsjóðs og fylgisjóðs skulu ekki taldir vera brotlegir við aðrar reglur í samningi eða lögum og reglum sem takmarka upplýsingaskipti eða varða upplýsingaöryggi að því gefnu að farið hafi verið að ákvæðum laga þessara.

    Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um efnisatriði samkomulags um upplýsingaskipti vörslu­aðila og ráðstafanir og tegundir frávika frá réttri framkvæmd.

    f. (96. gr. f.)

Samkomulag um upplýsingaskipti milli endurskoðenda.

    Ef höfuðsjóður og fylgisjóður hafa mismunandi endurskoðendur skulu þeir komast að sam­komu­lagi um upplýsingaskipti til að tryggja að báðir geti uppfyllt skyldur sínar. Í samkomu­laginu um upplýsingaskipti skal m.a. fjallað um hvernig og hvenær skal uppfylla fyrirkomu­lag 2. mgr., þar á meðal hvenær og hvernig endurskoðandi höfuðsjóðs skal taka saman skýrslu og leggja fyrir endur­skoðanda fylgisjóðs.

    Í endurskoðunarskýrslu skal endurskoðandi fylgisjóðs taka mið af endurskoðunarskýrslu höfuð­sjóðsins. Ef sjóðirnir hafa mismunandi uppgjörsár skal endurskoðandi höfuðsjóðsins taka saman sérstaka skýrslu á lokadegi uppgjörsárs fylgisjóðsins. Endurskoðandi fylgisjóðsins skal greina frá frávikum sem fram koma í skýrslu endurskoðanda höfuðsjóðsins og áhrifum þeirra frávika á fylgi­sjóðinn.

    Fylgisjóður skal ekki fjárfesta í hlutdeildarskírteinum höfuðsjóðs fyrr en samkomulag skv. 1. mgr. hefur tekið gildi.

    Endurskoðendur höfuðsjóðs og fylgisjóðs skulu ekki taldir vera brotlegir við aðrar reglur í samn­ingi eða lögum og reglum sem takmarka upplýsingaskipti eða varða upplýsingaöryggi að því gefnu að farið hafi verið að ákvæðum laga þessara.

    Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um efnisatriði samkomulags um upplýsingaskipti endur­skoðenda.

    g. (96. gr. g.)

Útboðslýsing fylgisjóðs og önnur upplýsingagjöf.

    Útboðslýsing fylgisjóðs skal innihalda eftirfarandi upplýsingar til viðbótar við þær upplýsingar sem kveðið er á um í V. kafla og 86. gr.:

 1. yfirlýsingu um að fylgisjóðurinn fylgi ákveðnum höfuðsjóði og fjárfesti varanlega 85% eða meira af eigum sínum í honum,
 2. fjárfestingarstefnu og fjárfestingarmarkmið, þar á meðal áhættustefnu, hvort árangur fylgi­sjóðs sé samsvarandi árangri höfuðsjóðs, hvar og hversu mikill munurinn er, og lýsingu á fjár­festingum, sbr. 96. gr. a,
 3. stutta lýsingu á höfuðsjóðnum, skipulagi, fjárfestingarmarkmiði og fjárfestingarstefnu, áhættu­stefnu og ábendingu um hvar útboðslýsingu höfuðsjóðsins er að finna,
 4. yfirlit yfir samkomulag fylgisjóðs og höfuðsjóðs eða innri viðskiptareglur,
 5. hvernig hlutdeildarskírteinishafar geta nálgast frekari upplýsingar um höfuðsjóðinn og samkomu­lag sjóðanna,
 6. upplýsingar um allar þóknanir og endurgreiðslu kostnaðar sem fylgisjóður skal greiða vegna fjárfestinga í hlutdeildarskírteinum höfuðsjóðsins, auk upplýsinga um heildarupphæð kostn­aðar fylgisjóðsins og höfuðsjóðsins,
 7. útskýringar á skattalegum afleiðingum sem fjárfesting í höfuðsjóði hefur fyrir fylgisjóð.

    Ársreikningur fylgisjóðs skal til viðbótar við þær upplýsingar sem kveðið er á um í V. kafla inni­halda yfirlýsingu um heildarkostnað fylgisjóðs og höfuðsjóðs.

    Í ársreikningi og hálfsársuppgjöri skal kveðið á um hvernig nálgast megi ársreikning og hálfsárs­uppgjör höfuðsjóðs.

    Til viðbótar við upplýsingar skv. 45. og 86. gr. skal fylgisjóður senda útboðslýsingu og lykil­upplýsingar sjóðsins og allar breytingar á þeim, auk ársreiknings og hálfsársuppgjörs höfuð­sjóðs, til lögbærra yfirvalda í heimaríki fylgisjóðs.

    Í markaðsefni fylgisjóðs skal koma fram að sjóðurinn fjárfesti varanlega 85% eða meira af eigum sínum í höfuðsjóði.

    Fylgisjóður skal afhenda fjárfestum samkvæmt beiðni og endurgjaldslaust pappírseintak útboðs­lýsingar, ársreiknings og hálfsársuppgjörs höfuðsjóðs.

    h. (96. gr. h.)

Upplýsingagjöf fylgisjóðs til hlutdeildarskírteinishafa.

    Fylgisjóður skal veita eigendum hlutdeildarskírteina sinna eftirfarandi upplýsingar:

 1. að Fjármálaeftirlitið hafi samþykkt fjárfestingu fylgisjóðsins í hlutdeildarskírteinum höfuð­sjóðs,
 2. lykilupplýsingar fyrir fjárfesta, í skilningi reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 583/2010, sbr. reglugerð 983/2013 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 583/2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta og skilyrði sem skulu uppfyllt þegar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta eða lýsingin er lögð fram á varanlegum miðli öðrum en pappír eða vefsetri, fyrir fylgisjóð og höfuðsjóð,
 3. hvaða dag fylgisjóður ætlar að hefja fjárfestingu í höfuðsjóði eða, ef hann hefur þegar fjár­fest í honum, þann dag sem fjárfesting sjóðsins fer yfir hámark skv. 5. tölul. 1. mgr. 93. gr.,
 4. yfirlýsingu þess efnis að eigendur hlutdeildarskírteina hafi heimild til að óska eftir endur­kaupum eða innlausn hlutdeildarskírteina sinna innan 30 daga án nokkurs annars kostn­aðar en þess sem sjóðurinn heldur eftir til að mæta kostnaði við eignalosun. Heimild skal taka gildi frá þeirri stundu sem fylgisjóður hefur lagt fram upplýsingar sem um getur í þessari málsgrein.

    Upplýsingar skv. 1. mgr. skulu lagðar fram eigi síðar en 30 dögum fyrir dagsetningu sem um getur í c-lið 1. mgr.

    Fylgisjóður skal ekki fjárfesta í hlutdeildarskírteinum tiltekins höfuðsjóðs umfram hámark skv. 5. tölul. 1. mgr. 93. gr. áður en 30 daga tímabilið, sem um getur í 2. mgr., er liðið.

    Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um uppsetningu og aðferð vegna upplýsingagjafar til hlutdeildarskírteinishafa fylgisjóðs og aðferð við mat og endurskoðun framlags í þeim tilvikum þegar fylgisjóður færir allar eða hluta eigna sinna til höfuðsjóðs í skiptum fyrir hluti, sem og hlut­verk vörsluaðila fylgisjóðs við slíka tilfærslu.

    i. (96. gr. i.)

Skyldur fylgisjóða.

    Fylgisjóður skal hafa reglulegt eftirlit með starfsemi höfuðsjóðs. Við eftirlitið er fylgisjóði heimilt að nota upplýsingar frá höfuðsjóði og, þegar það á við, rekstraraðila, vörsluaðila og endurskoðanda hans, nema ástæða þyki til að efast um áreiðanleika upplýsinga.

    Ef fylgisjóður, rekstraraðili hans eða einstaklingur, sem er annaðhvort fulltrúi fylgisjóðsins eða rekstraraðila hans, tekur við umboðslaunum, þóknun eða öðrum peningalegum ávinningi í tengslum við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum höfuðsjóðs, skulu launin, þóknunin eða peningalegi ávinn­ingur­inn bætast við eignir fylgisjóðsins.

    j. (96. gr. j.)

Skyldur höfuðsjóða.

    Höfuðsjóður skal samstundis tilkynna Fjármálaeftirlitinu ef fylgisjóður fjárfestir í hlutum hans. Ef höfuðsjóður hefur staðfestu á Íslandi en fylgisjóður í öðru aðildarríki skal Fjármálaeftirlitið tilkynna yfirvöldum í því aðildarríki um slíka fjárfestingu.

    Höfuðsjóður skal ekki innheimta gjöld vegna áskrifta eða innlausna fjárfestinga fylgisjóðs í höfuð­sjóði eða deildum hans.

    Höfuðsjóður skal tryggja að allar upplýsingar sem krafist er samkvæmt lögum þessum eða sjóðs­reglum séu aðgengilegar á réttum tíma fyrir fylgisjóð eða rekstraraðila hans, Fjármálaeftirlitið, lög­bært yfirvald fylgisjóðs, vörslufyrirtæki og endurskoðendur.

    k. (96. gr. k.)

Tilkynningarskylda Fjármálaeftirlitsins.

    Ef höfuðsjóður og fylgisjóður hafa báðir staðfestu hérlendis skal Fjármálaeftirlitið samstundis tilkynna fylgisjóði um hverja þá ákvörðun, ráðstöfun eða athugun vegna vanefnda höfuðsjóðs, rekstrar­aðila höfuðsjóðs, vörsluaðila eða endurskoðenda á skyldum sínum samkvæmt lögum þessum.

    Ef höfuðsjóður hefur staðfestu á Íslandi en fylgisjóður í öðru aðildarríki skal Fjármálaeftirlitið samstundis tilkynna lögbærum yfirvöldum fylgisjóðs um hverja þá ákvörðun, ráðstöfun eða athugun vegna vanefnda höfuðsjóðs, rekstraraðila höfuðsjóðs, vörsluaðila eða endurskoðenda á skyldum sínum samkvæmt lögum þessum. Tilkynning til fylgisjóðs skal í slíkum tilfellum vera í höndum yfir­valda í heimaríki fylgisjóðs.

 

13. gr.

    Við 99. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Frá og með sendingardegi tilkynningar frá lögbærum yfirvöldum í heimaríki rekstraraðila, sbr. 59. gr. c um afturköllun ráðstafana sem gerðar hafa verið til markaðssetningar sérhæfðs sjóðs hér á landi, skal Fjármálaeftirlitið ekki krefjast þess að rekstraraðili sýni fram á hlítni við innlend lög og stjórnsýslufyrirmæli sem gilda um kröfur um markaðssetningu skv. 5. gr. reglugerðar Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156, sbr. 2. gr. a.

 

14. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 101. gr. laganna:

 1. Við 1. mgr. bætast átta nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 um markaðsefni til fjárfesta og aðra kynningarstarfsemi.
  2. 1. og 3. mgr. 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 um fyrirframtilkynningu á markaðsefni.
  3. 55. gr. a um skilyrði formarkaðssetningar.
  4. 59. gr. a um afturköllun ráðstafana sem gerðar hafa verið til markaðssetningar sér­hæfðs sjóðs í öðrum ríkjum innan EES.
  5. 1. og 2. mgr. 65. gr. a um aðstöðu sem skal vera aðgengileg almennum fjárfestum.
  6. 2. og 3. mgr. 96. gr. a um fjárfestingarheimildir fylgisjóðs.
  7. 96. gr. g um útboðslýsingu fylgisjóðs og aðra upplýsingagjöf.
  8. 96. gr. h um upplýsingagjöf fylgisjóðs til hlutdeildarskírteinishafa.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „65 millj. kr.“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 800 millj. kr.
 3. 4. mgr. fellur brott.

 

15. gr.

    Við 106. gr. laganna bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:

 1. 96. gr. a um fjárfestingarheimildir fylgisjóðs.
 2. 96. gr. h um upplýsingagjöf fylgisjóðs til hlutdeildarskírteinishafa.

 

16. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 117. gr. laganna:

 1. Í stað orðanna „skipan höfuðsjóða og fylgisjóða og tilkynningaraðferð“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: og skipan höfuðsjóða og fylgisjóða.
 2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
      Seðlabanki Íslands setur reglur um nánari framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156um þau atriði sem koma fram í eftirfarandi greinum hennar:
  1. 5. gr. um eyðublöð, form og málsmeðferð fyrir birtingu og tilkynningar um ákvæði landslaga varðandi markaðssetningarkröfur.
  2. 10. gr. um eyðublöð, form og málsmeðferð fyrir birtingu og tilkynningar um ákvæði landslaga að því er varðar gjöld og þóknanir.
  3. 13. gr. um upplýsingar sem skal miðla, auk eyðublaða, forma og málsmeðferðar sem nota skal við miðlun upplýsinga af hálfu lögbærs yfirvalds til ESMA og tæknilegra ráðstafana sem nauðsynlegar eru fyrir virkni tilkynningagáttar.

 

II. KAFLI

Breyting á lögum um verðbréfasjóði, nr. 116/2021.

17. gr.

    Á eftir 2. gr. laganna kemur ný grein, 2. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Lögfesting.

    Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 frá 20. júní 2019 um að auð­velda dreifingu sjóða um sameiginlega fjárfestingu yfir landamæri og um breytingu á reglu­gerðum (ESB) nr. 345/2013, (ESB) nr. 346/2013 og (ESB) nr. 1286/2014, sem lögfest er með 2. gr. a laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020, gilda um rekstrarfélög verðbréfasjóða og verð­bréfa­sjóði.

    Þegar vísað er til laga þessara í lögunum er átt við lögin og reglugerð ESB skv. 1. mgr., eftir því sem við á.

    Með vísun í afturköllun ráðstafana samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB í 3. mgr. 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við afturköllun ráð­stafana samkvæmt lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

    Með vísun í upplýsingar sem veita á fjárfestum samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB í 4. mgr. 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við upplýsingar skv. 46. og 47. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

    Með vísun í lýsingu samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB í 2. mgr. 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við útboðslýsingu samkvæmt lögum þessum.

    Með vísun í afturköllun ráðstafana samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB í 3. mgr. 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við afturköllun ráð­stafana samkvæmt lögum þessum.

    Með vísun í lykilupplýsingar samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB í 5. mgr. 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við lykilupplýsingar sam­kvæmt lögum þessum.

    Með vísun í ferli fyrir tilkynningu samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB í 1. mgr. 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við tilkynningu skv. 1. mgr. 100. gr. laga þessara.

 

18. gr.

    57. gr. laganna fellur brott.

 

19. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 3. mgr. 72. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

 

20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 100. gr. laganna:

 1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Tilkynningin skal einnig innihalda aðrar nauðsyn­legar upplýsingar, svo sem heimilisfang, til sendingar reikninga eða upplýsinga um gildandi eftirlitsgjöld eða þóknanir lögbærra yfirvalda í gistiríkinu, og upplýsingar um aðstöðuna sem er nauðsynleg til að framkvæma verkefnin sem um getur í 101. gr.
 2. Í stað 9. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
      Verði breytingar á upplýsingum sem koma fram í tilkynningunni skv. 1. mgr. eða breytingar á flokki hlutdeildarskírteina sem markaðssett eru í gistiríki skal rekstrarfélag tilkynna breytinguna skriflega til Fjármálaeftirlitsins og lögbærs yfirvalds í gistiríki a.m.k. einum mánuði áður en breyting er gerð.
      Ef fyrirhugaðar breytingar hafa í för með sér að verðbréfasjóðurinn uppfyllir ekki lengur ákvæði laga þessara eða stjórnvaldsfyrirmæla sem sett eru með stoð í þeim skal Fjármála­eftirlitið tilkynna sjóðnum, innan 15 virkra daga frá viðtöku allra upplýsinga skv. 9. mgr., að óheimilt sé að ráðast í breytingarnar og skal einnig tilkynna lögbærum yfirvöldum í gistiríki verðbréfasjóðsins þar um.
      Ef fyrirhugaðar breytingar skv. 9. mgr. eru gerðar eftir að upplýsingar hafa verið sendar í samræmi við 10. mgr. og eftir þá breytingu uppfyllir verðbréfasjóðurinn ekki lengur ákvæði laga þessara eða stjórnvaldsfyrirmæla með stoð í þeim skal Fjármálaeftirlitið grípa til allra viðeigandi ráðstafana, þ.m.t., ef nauðsyn krefur, leggja skýrt bann við markaðssetningu verðbréfasjóðsins og tilkynna lögbærum yfirvöldum í gistiríki verðbréfasjóðsins án ótilhlýði­legrar tafar um ráðstafanirnar sem gripið var til.

 

21. gr.

    Á eftir 100. gr. laganna koma þrjár nýjar greinar, 100. gr. a – 100. gr. c, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:

    a. (100. gr. a.)

Afturköllun ráðstafana sem gerðar hafa verið til markaðssetningar
íslenskra verðbréfasjóða í öðrum ríkjum innan EES.

 

    Verðbréfasjóði er heimilt að afturkalla ráðstafanir sem gerðar hafa verið til markaðssetningar á hlutdeildarskírteinum sjóðsins, þ.m.t. og þar sem við á, flokkum hlutdeildarskírteina, hafi tilkynning vegna sjóðsins verið lögð fram í samræmi við 100. gr., að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

 1. almennt tilboð er lagt fram til að endurkaupa eða innleysa, endurgjaldslaust, öll hlut­deildar­skírteini sem fjárfestar í viðkomandi landi eiga í verðbréfasjóðnum. Tilboðið skal vera aðgengi­legt í a.m.k. 30 virka daga og því beint til hvers og eins fjárfestis sem deili eru þekkt á, beint eða fyrir milligöngu fjármálamilliliða,
 2. áform um að fella úr gildi ráðstafanir sem gerðar voru fyrir markaðssetningu á hlut­deildar­skírteinum viðkomandi verðbréfasjóðs í viðkomandi landi skulu gerð opinber á miðli sem er aðgengilegur öllum, þ.m.t. rafrænum miðli, sem tíðkast við markaðssetningu verð­bréfa­sjóða og hentar dæmigerðum fjárfesti í verðbréfasjóði, og
 3. öllum nýjum eða frekari beinum eða óbeinum tilboðum eða útboðum á hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóðsins, sem féllu undir afturköllun samkvæmt ákvæði þessu, skal hætt frá og með dagsetningu afturköllunar. Frá sama tímapunkti skal hvers kyns samningsbundnu fyrirkomulagi við fjármálamilliliði eða útvistunaraðila breytt eða það fellt úr gildi til að hindra frekari dreifingu á hlutdeildarskírteinum sem voru tilgreind í tilkynningunni sem um getur í 4. mgr.

    Upplýsingar skv. a- og b-lið 1. mgr. skulu á greinargóðan hátt lýsa hvaða afleiðingar það hefur fyrir fjárfesta að samþykkja ekki tilboð um að innleysa eða endurkaupa hlutdeildarskírteini sín.

    Láta skal í té upplýsingarnar sem um getur í a- og b-lið 1. mgr. á opinberu tungumáli eða einu af opinberum tungumálum þess aðildarríkis sem verðbréfasjóðurinn hefur gefið út tilkynningu vegna í samræmi við 100. gr. eða á tungumáli sem lögbær yfirvöld í því aðildarríki hafa samþykkt.

    Rekstrarfélag skal veita fjárfestum sem halda skuldbindingu sinni í verðbréfasjóðnum og Fjár­mála­eftirlitinu þær upplýsingar sem krafist er skv. VII. kafla og 102. gr. Heimilt er að veita upplýs­ingarnar rafrænt að því tilskildu að upplýsingarnar séu tiltækar fjárfestum á opinberu tungu­máli eða einu af opinberum tungumálum í því aðildarríki þar sem fjárfestirinn er staðsettur eða á tungumáli sem lögbær yfirvöld í því landi hafa samþykkt.

    Fjármálaeftirlitið skal senda lögbærum yfirvöldum í aðildarríkinu sem tilgreint er í tilkynningunni skv. 100. gr. b upplýsingar um allar breytingar á gögnum sem um getur í 2. mgr. 100. gr.

    b. (100. gr. b.)

Tilkynning um afturköllun ráðstafana.

    Rekstrarfélag skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um afturköllun ráðstafana skv. 100. gr. a. Í tilkynn­­ingunni skulu koma fram upplýsingar samkvæmt þeirri grein.

    Fjármálaeftirlitið skal staðfesta hvort tilkynningin sem rekstrarfélag lagði fram í samræmi við 1. mgr. sé fullnægjandi. Fjármálaeftirlitið skal, eigi síðar en 15 virkum dögum frá viðtöku fullfrá­genginnar tilkynningar, senda þá tilkynningu til lögbærra yfirvalda í aðildarríkinu sem tilgreint er í tilkynningu skv. 1. mgr. og til ESMA. Eftir sendingu tilkynningarinnar skal Fjármálaeftirlitið tafar­laust tilkynna rekstrarfélagi um sendinguna.

    c. (100. gr. c.)

Afturköllun ráðstafana sem gerðar hafa verið til markaðssetningar hér á landi
á verðbréfasjóðum með staðfestu og staðfestingu í öðru ríki innan EES.
 

    Rekstrarfélagi er heimilt að afturkalla ráðstafanir sem gerðar hafa verið til markaðssetningar á hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóðs, þ.m.t. og þar sem við á, flokkum hlutdeildarskírteina, hafi tilkynning vegna sjóðsins verið lögð fram í samræmi við 103. gr. Í áframsendri tilkynningu rekstrar­félags af hálfu lögbærra yfirvalda heimaríkis verðbréfasjóðsins til Fjármálaeftirlitsins skal koma fram staðfesting á því að eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:

 1. almennt tilboð er lagt fram til að endurkaupa eða innleysa, endurgjaldslaust, öll hlut­deildar­skírteini sem fjárfestar hér á landi eiga í verðbréfasjóðnum. Tilboðið skal vera aðgengi­legt í a.m.k. 30 virka daga og því beint, beint eða fyrir milligöngu fjármálamilliliða, til hvers og eins fjárfestis sem deili eru þekkt á,
 2. áform um að fella úr gildi ráðstafanir sem gerðar voru fyrir markaðssetningu á hlutdeildar­skírteinum viðkomandi verðbréfasjóðs hér á landi skulu gerð opinber á miðli sem er aðgengi­legur öllum, þ.m.t. rafrænum miðli, sem tíðkast við markaðssetningu verð­bréfa­sjóða og hentar dæmigerðum fjárfesti í verðbréfasjóði,
 3. öllum nýjum eða frekari beinum eða óbeinum tilboðum eða útboðum á hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóðsins, sem féllu undir afturköllun samkvæmt ákvæði þessu skal hætt frá og með dagsetningu afturköllunar. Frá sama tímapunkti skal hvers kyns samningsbundnu fyrirkomulagi við fjármálamilliliði eða útvistunaraðila breytt eða það fellt úr gildi til að hindra frekari dreifingu á hlutdeildarskírteinum.

    Upplýsingar skv. a- og b-lið 1. mgr. skulu á greinargóðan hátt lýsa hvaða afleiðingar það hefur fyrir fjárfesta að samþykkja ekki tilboð um að innleysa eða endurkaupa hlutdeildarskírteini sín.

    Láta skal í té upplýsingarnar sem um getur í a- og b-lið 1. mgr. á íslensku eða á tungumáli sem Fjármálaeftirlitið samþykkir.

    Rekstrarfélag skal veita fjárfestum sem halda skuldbindingu sinni í verðbréfasjóðnum og lögbæru eftirliti í heimaríki verðbréfasjóðsins þær upplýsingar sem krafist er skv. VII. kafla og 104. gr. Heimilt er að veita upplýsingarnar rafrænt að því tilskildu að upplýsingarnar séu tiltækar fjárfestum á íslensku eða á tungumáli sem Fjármálaeftirlitið samþykkir.

    Að uppfylltum skilyrðum um afturköllun ráðstafana skal Fjármálaeftirlitið hafa sömu réttindi og skyldur og lögbær yfirvöld í gistiríki verðbréfasjóðs skv. 108. gr., 1. mgr. 110. gr. og 111. gr.

 

22. gr.

    101. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Aðstaða og upplýsingar til fjárfesta í gistiríki.

    Rekstrarfélag sem hefur í hyggju að markaðssetja verðbréfasjóð með staðfestu og staðfestingu hér á landi í öðru ríki innan EES skal bjóða upp á aðstöðu í því ríki til að sinna eftirfarandi verk­efnum:

 1. afgreiða fyrirmæli um áskrift, endurkaup og innlausn og annast aðrar greiðslur til hlut­deildar­skírteinishafa í tengslum við hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðnum, í samræmi við skilyrði skv. VII. kafla,
 2. veita fjárfestum upplýsingar um hvernig hægt er að gefa fyrirmæli sem um getur í a-lið og hvernig ágóði af endurkaupum og innlausn er greiddur,
 3. auðvelda meðferð upplýsinga og aðgang að verklagsreglum og ráðstöfunum sem um getur í 5. mgr. 15. gr. í tengslum við nýtingu fjárfesta á rétti sínum sem leiðir af fjárfestingu í verðbréfasjóðnum í ríkinu þar sem sjóðurinn er markaðssettur,
 4. gera þær upplýsingar og þau skjöl sem krafist er skv. VII. kafla aðgengileg fjárfestum til skoðunar og til að fá afrit, að uppfylltum þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í 102. gr.,
 5. veita fjárfestum upplýsingar sem skipta máli fyrir verkefnin sem sinnt er í aðstöðunni á varanlegum miðli,
 6. að vera tengiliður fyrir samskipti við lögbær yfirvöld.

    Rekstrarfélag skal tryggja að aðstaðan, sem getur verið rafræn, til að sinna verkefnum sem um getur í 1. mgr. uppfylli eftirfarandi skilyrði:

 1. upplýsingar séu veittar á opinberu tungumáli eða einu af opinberum tungumálum ríkisins þar sem sjóðurinn er markaðssettur eða á tungumáli sem lögbært yfirvald í því ríki sam­þykkir,
 2. sé veitt af hálfu rekstrarfélagsins, þriðja aðila sem lýtur reglum og eftirliti sem gildir um verk­efnin sem inna á af hendi, eða af hálfu þeirra beggja.

    Eigi þriðji aðili að sinna verkefnum skv. 1. mgr., sbr. b-lið 2. mgr., skal skriflegur samningur staðfesta tilnefningu þess þriðja aðila þar sem tilgreint er hvaða verkefni af þeim sem um getur í 1. mgr. verði ekki framkvæmd af hálfu rekstrarfélagsins og að þriðji aðilinn muni fá allar viðeigandi upplýsingar og gögn frá rekstrarfélaginu.

    Rekstrarfélag sem hefur í hyggju að markaðssetja verðbréfasjóð með staðfestu og staðfestingu í öðru ríki innan EES hér á landi skal bjóða upp á aðstöðu til að framkvæma verkefni skv. a–f-lið 1. mgr. Aðstaðan getur verið rafræn og skal hún veitt af hálfu rekstraraðila, þriðja aðila sem lýtur reglum og eftirliti sem gildir um verkefnin sem inna á af hendi, eða af hálfu þeirra beggja, sbr. 3. mgr. Upplýsingar skulu veittar á íslensku eða á öðru tungumáli sem Fjármálaeftirlitið samþykkir.

 

23. gr.

    3. og 5. mgr. 103. gr. laganna falla brott.

 

24. gr.

    Á eftir 7. mgr. 105. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

    Ef rekstrarfélag skv. 1. mgr. mun ekki lengur uppfylla ákvæði laga þessara og stjórnvalds­fyrirmæla sem sett eru með stoð í þeim eftir breytingu skv. 7. mgr. skal Fjármála­eftirlitið tilkynna rekstrarfélaginu, innan 15 virkra daga frá viðtöku allra upplýsinga sem um getur í 7. mgr., að það megi ekki hrinda þeirri breytingu í framkvæmd. Í því tilfelli skal Fjármála­eftirlitið tilkynna lögbærum yfirvöldum í gistiríki rekstrarfélagsins þar um.

    Ef breytingu skv. 7. mgr. er hrundið í framkvæmd eftir að tilkynning Fjármálaeftirlits skv. 8. mgr. hefur verið send og rekstrarfélag skv. 1. mgr. uppfyllir ekki lengur ákvæði laga þessara og stjórnvaldsfyrirmæla sem sett eru með stoð í þeim eftir þá breytingu skal Fjármálaeftirlitið grípa til allra viðeigandi ráðstafana og tilkynna lögbærum yfirvöldum í gistiríki rekstrarfélagsins án ótilhlýði­legrar tafar um þær ráðstafanir sem gripið var til.

 

25. gr.

    Við 111. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Frá og með sendingardegi tilkynningar frá lögbærum yfirvöldum í heimaríki rekstraraðila, sbr. 100. gr. c um afturköllun ráðstafana sem gerðar hafa verið til markaðssetningar verðbréfasjóðs hér á landi, skal Fjármálaeftirlitið ekki krefjast þess að rekstrarfélag sýni fram á hlítni við innlend lög og stjórnsýslufyrirmæli sem gilda um kröfur um markaðssetningu skv. 5. gr. reglugerðar Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156, sbr. 2. gr. a.

 

26. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 115. gr. laganna:

 1. 37. tölul. fellur brott.
 2. Við bætast fjórir nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 um markaðsefni til fjárfesta og aðra kynningarstarfsemi.
  2. 1. og 3. mgr. 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 um fyrirframtilkynningu á markaðsefni.
  3. 100. gr. a um afturköllun ráðstafana.
  4. 1. og 2. mgr. 101. gr. um aðstöðu og upplýsingar til fjárfesta í gistiríki.

 

27. gr.

    Við 134. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Seðlabanki Íslands setur reglur um nánari framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 um þau atriði sem koma fram í eftirfarandi greinum hennar:

 1. 5. gr. um eyðublöð, form og málsmeðferð fyrir birtingu og tilkynningar um ákvæði landslaga varðandi markaðssetningarkröfur.
 2. 10. gr. um eyðublöð, form og málsmeðferð fyrir birtingu og tilkynningar um ákvæði landslaga að því er varðar gjöld og þóknanir.
 3. 13. gr. um upplýsingar sem skal miðla, auk eyðublaða, forma og málsmeðferðar sem nota skal við miðlun upplýsinga af hálfu lögbærs yfirvalds til ESMA og tæknilegra ráðstafana sem nauðsynlegar eru fyrir virkni tilkynningagáttar.

 

III. KAFLI

Breyting á lögum um evrópska áhættufjármagnssjóði og
evrópska félagslega framtakssjóði, nr. 31/2022.
 

28. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:

 1. Við 1. mgr. bætist: með þeim breytingum sem leiðir af 15. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 frá 20. júní 2019 um að auðvelda dreifingu sjóða um sam­eigin­lega fjárfestingu yfir landamæri og um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 345/2013, (ESB) nr. 346/2013 og (ESB) nr. 1286/2014, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 78 frá 9. desember 2021, bls. 163–174, með þeim aðlög­unum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 53/2021 frá 5. febrúar 2021, sem birt var með auglýsingu nr. 8/2023 í C-deild Stjórnartíðinda, dags. 1. mars 2023, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.
 2. Við 2. mgr. bætist: með þeim breytingum sem leiðir af 16. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 frá 20. júní 2019 um að auðvelda dreifingu sjóða um sam­eiginlega fjárfestingu yfir landamæri og um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 345/2013, (ESB) nr. 346/2013 og (ESB) nr. 1286/2014, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 78 frá 9. desember 2021, bls. 163–174, með þeim aðlög­unum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 53/2021 frá 5. febrúar 2021, sem birt var með auglýsingu nr. 8/2023 í C-deild Stjórnartíðinda, dags. 1. mars 2023, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.
 3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
      Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 sem lögfest er með 2. gr. a laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020, gilda um evrópska áhættu­fjármagns­sjóði og evrópska félagslega framtakssjóði og rekstraraðila sjóðanna.

 

29. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:

 1. Á eftir 2. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: 4. gr. a um skilyrði for­markaðs­setningar.
 2. Á eftir 2. tölul. 2. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: 4. gr. a um skilyrði for­markaðs­setningar.
 3. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
      Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn eftirtöldum ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 og stjórnvalds­fyrirmæl­um sem sett eru á grundvelli þeirra:
  1. 4. gr. um markaðsefni til fjárfesta og aðra kynningarstarfsemi.
  2. 1. og 3. mgr. 7. gr. um fyrirframtilkynningu á markaðsefni.
 4. Í stað fjárhæðarinnar „65 millj. kr.“ í 3. mgr. kemur: 800 millj. kr.
 5. Í stað „3. mgr.“ í 4. mgr. kemur: 4. mgr.

 

30. gr.

    Við 16. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Seðlabanki Íslands setur reglur um nánari framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 um þau atriði sem koma fram í eftirfarandi greinum hennar:

 1. 5. gr. um eyðublöð, form og málsmeðferð fyrir birtingu og tilkynningar um ákvæði landslaga varðandi markaðssetningarkröfur.
 2. 10. gr. um eyðublöð, form og málsmeðferð fyrir birtingu og tilkynningar um ákvæði lands­laga að því er varðar gjöld og þóknanir.
 3. 13. gr. um upplýsingar sem skal miðla, auk eyðublaða, forma og málsmeðferðar sem nota skal við miðlun upplýsinga af hálfu lögbærs yfirvalds til Evrópsku verðbréfa­markaðs­eftirlits­stofnunarinnar og tæknilegra ráðstafana sem nauðsynlegar eru fyrir virkni tilkynningagáttar.

 

31. gr.

    Við 17. gr. laganna bætast átta nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

    Með vísun til tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB í lögum þessum er átt við ákvæði laga um verðbréfasjóði.

    Með vísun í verðbréfafyrirtæki með starfsleyfi samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB í 5. mgr. 15. gr. og 5. mgr. 16. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við verðbréfafyrirtæki með starfsleyfi samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármála­fyrirtæki.

    Með vísun í lánastofnanir með starfsleyfi samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB í 5. mgr. 15. gr. og 5. mgr. 16. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við lánastofnun með starfsleyfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

    Með vísun í einkaumboðsmann samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB í 5. mgr. 15. gr. og 5. mgr. 16. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við einkaumboðsmann samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálafyrirtæki.

    Með vísun í lýsingu samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB í 2. mgr. 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við útboðslýsingu samkvæmt lögum um verðbréfasjóði.

    Með vísun í afturköllun ráðstafana samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB í 3. mgr. 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við afturköllun ráð­stafana samkvæmt lögum um verðbréfasjóði.

    Með vísun í lykilupplýsingar samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB í 5. mgr. 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við lykilupplýsingar sam­kvæmt lögum um verðbréfasjóði.

    Með vísun í ferli fyrir tilkynningu samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB í 1. mgr. 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 er átt við tilkynningu skv. 1. mgr. 100. gr. laga um verðbréfasjóði.

 

32. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. september 2023.

    Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast 12. gr. þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 22. júní 2023.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 7. júlí 2023