Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1013/2020

Nr. 1013/2020 30. september 2020

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Vestmannaeyjabæ.

Breytt deiliskipulag á hafnarsvæði H-1, Strandvegur 14A.
Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 16. apríl 2020 breytingu á deiliskipulagi á hafnar­svæði H-1. Samþykkt tillaga gerir ráð fyrir breytingum á byggingarskilmálum reits nr. D1 á lóð Ísfélags Vestmannaeyja við Strandveg 14A.
Deiliskipulagið hefur hlotið málsmeðferð skv. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

Breytt deiliskipulag miðbæjar (2. áfangi).
Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 9. júlí 2020 breytingu á seinni áfanga deili­skipulags á miðsvæði M-1. Samþykkt tillaga gerir ráð fyrir breytingum á svæðismörkum skipulags.
Deiliskipulagið hefur hlotið málsmeðferð skv. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

F.h. bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, 30. september 2020,

 

Dagný Hauksdóttir skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 16. október 2020