Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 496/2023

Nr. 496/2023 9. maí 2023

AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi í Seltjarnarnesbæ.

Breyting á deiliskipulagi Suðurstrandar og Hrólfsskálamels.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar á 960. fundi sínum 22. febrúar 2023, breytingu á deiliskipulagi Suðurstrandar og Hrólfsskálamels vegna lóðar númer 1 við Skólabraut.
Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir færanlegar kennslustofur og nýtingar­hlutfall aukið úr 0,16 í 0,44.

 

Breyting á deilskipulagi Bakkahverfis.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar á 964. fundi sínum, 26. apríl 2023, breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna lóðar númer 8 við Miðbraut.
Í breytingunni felst að heimilað er að byggja bílskúr/vinnustofu allt að 81,2 m² og nýtingar­hlutfall aukið úr 0,35 í 0,46.

 

Deiliskipulagsbreytingarnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

 

F.h. Seltjarnarnesbæjar, 9. maí 2023,

 

Brynjar Þór Jónasson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 24. maí 2023