Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 31/2022

Nr. 31/2022 10. júní 2022

LÖG
um evrópska áhættufjármagnssjóði og evrópska félagslega framtakssjóði.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

Markmið.

    Markmið laga þessara er að kveða á um skilyrði fyrir notkun á heitunum EuVECA við mark­aðs­setningu á evrópskum áhættufjármagnssjóðum og EuSEF við markaðssetningu á evrópskum félags­legum framtakssjóðum.

 

2. gr.

Lögfesting.

    Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 345/2013 frá 17. apríl 2013 um evrópska áhættufjármagnssjóði, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26 frá 23. apríl 2020, bls. 1–17, skulu hafa lagagildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2018 frá 23. mars 2018, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6 frá 30. janúar 2020, bls. 51–52, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.

    Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 346/2013 frá 17. apríl 2013 um evrópska félagslega framtakssjóði, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26 frá 23. apríl 2020, bls. 18–38, skulu hafa lagagildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2018 frá 23. mars 2018, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6 frá 30. janúar 2020, bls. 51–52, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.

    Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1991 frá 25. október 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 345/2013 um evrópska áhættufjármagnssjóði og reglugerð (ESB) nr. 346/2013 um evrópska félagslega framtakssjóði, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7 frá 28. janúar 2021, bls. 675–692, skulu hafa lagagildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 214/2020 frá 11. desember 2020, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efna­hags­svæðið, sbr. lög um Evrópska efna­­hags­svæðið þar sem bókunin er lögfest.

3. gr.

Synjun skráningar.

    Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um synjun skráningar rekstraraðila, sbr. 14. gr. reglugerðar (ESB) nr. 345/2013 eða 15. gr. reglugerðar (ESB) nr. 346/2013, eða sjóðs, sbr. 14. gr. a reglugerðar (ESB) nr. 345/2013 eða 15. gr. a reglugerðar (ESB) nr. 346/2013, allt eftir því sem við á, skal tilkynnt viðkomandi rekstraraðila eigi síðar en tveimur mánuðum eftir móttöku nauðsynlegra upp­lýsinga. Synjun Fjármálaeftirlitsins á skráningu skal rökstudd.

 

4. gr.

Eftirlit og upplýsingagjöf.

    Fjármálaeftirlitið og Eftirlitsstofnun EFTA annast eftirlit samkvæmt lögum þessum í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, og samning milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.

    Um eftirlitið og um upplýsingagjöf innlendra aðila, bæði til Evrópsku verðbréfa­markaðs­eftirlitsstofnunarinnar og stofnana innan Evrópska efnahagssvæðisins, gilda ákvæði laga þessara, ákvæði reglugerðar (ESB) nr. 345/2013 um evrópska áhættufjármagnssjóði og reglugerðar (ESB) nr. 346/2013 um evrópska félagslega framtakssjóði, eftir því sem við á, laga um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði og laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Fjármála­eftirlitinu er heimilt að beita ákvæðum þessara laga við framkvæmd eftirlits og vegna samvinnu við Eftirlitsstofnun EFTA og Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina samkvæmt lögum þessum.

    Seðlabanki Íslands er lögbært yfirvald hér á landi í skilningi reglugerðar (ESB) nr. 345/2013 og reglugerðar (ESB) nr. 346/2013.

 

5. gr.

Eftirlitsheimildir.

    Fjármálaeftirlitinu er heimilt að grípa til eftirfarandi ráðstafana til þess að tryggja að farið sé að lögum þessum:

  1. Krefjast aðgangs að, afhendingar á eða afrits af öllum gögnum á því formi sem það telur nauðsynlegt til að sinna eftirliti sínu.
  2. Krefja rekstraraðila sjóða samkvæmt lögum þessum um allar upplýsingar án tafar á því formi sem það telur nauðsynlegt til að sinna eftirliti sínu.
  3. Krefja einstaklinga og lögaðila um allar upplýsingar sem tengjast starfsemi sjóða eða rekstrar­aðila sjóða samkvæmt lögum þessum.
  4. Framkvæma vettvangsathuganir og vettvangsrannsóknir með fyrirframtilkynningu eða án tilkynningar.
  5. Krefjast þess að rekstraraðilar sjóða samkvæmt lögum þessum fari að ákvæðum laganna og láti af háttsemi sem er andstæð ákvæðum þeirra.

    Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til þess að veita upplýsingar og aðgang að gögnum. Þetta gildir þó ekki um upplýsingar sem lögmaður öðlast við athugun á lagalegri stöðu skjólstæðings í tengslum við dómsmál, þ.m.t. þegar hann veitir ráðgjöf um hvort höfða eigi mál eða hvernig komast megi hjá málarekstri, eða um upplýsingar sem hann öðlast fyrir dómsmál, á meðan á því stendur eða eftir lok þess ef upplýsingarnar hafa bein tengsl við málið.

    Liggi fyrir rökstuddur grunur um að brotið hafi verið gegn lögum þessum, reglugerðum eða reglum sem settar eru samkvæmt þeim er Fjármálaeftirlitinu heimilt, að uppfylltum ákvæðum laga um meðferð sakamála, eftir því sem við getur átt, að:

  1. Krefjast kyrrsetningar eigna og haldlagningar muna.
  2. Krefjast þess fyrir dómi að fá aðgang að fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum um símtöl eða önnur fjarskipti við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki í vörslu fjarskiptafyrirtækja þegar slíkar upplýsingar geta haft þýðingu við rannsókn á brotum á lögum þessum. Fjarskipta­fyrirtæki er skylt að afhenda Fjármálaeftirlitinu upplýsingar skv. 1. málsl. án úrskurðar dómara ef samþykki umráðamanns og eiginlegs notanda síma eða fjarskiptatækis liggur fyrir.
  3. Krefjast þess að fá aðgang að fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum um símtöl eða önnur fjarskipti við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki í vörslu sjóðs samkvæmt lögum þessum, rekstraraðila, vörsluaðila eða annarra aðila sem falla undir lög þessi.

    Um lok kyrrsetningar fer almennt skv. 3. mgr. 88. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Kyrr­setning fellur einnig niður ef athugun Fjármálaeftirlitsins lýkur án þess að stjórn­sýslu­viðurlögum sé beitt eða mál kært til lögreglu. Gerðarþoli á þá heimtingu á að felldar verði úr gildi þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið til tryggingar kyrrsetningunni. Kyrrsetning fellur á sama hátt niður ef gerðarþoli innir af hendi þær greiðslur sem kyrrsetning á að tryggja.

    Í þeim tilvikum sem kveðið er á um í 1. mgr. 21. gr. reglugerðar (ESB) nr. 345/2013 og 1. mgr. 22. gr. reglugerðar (ESB) nr. 346/2013 er Fjármálaeftirlitinu skylt, eins og við á, að:

  1. grípa til ráðstafana til þess að tryggja að rekstraraðili fari að 5. og 6. gr., a- og b-lið 7. gr., 12.–14. gr. og 14. gr. a reglugerðar (ESB) nr. 345/2013 um evrópska áhættufjármagnssjóði og 5. og 6. gr., a- og b-lið 7. gr., 13.–15. gr. og 15. gr. a reglugerðar (ESB) nr. 346/2013 um evrópska félagslega framtakssjóði, og/eða
  2. banna rekstraraðila viðurkennds áhættufjármagnssjóðs notkun á heitinu EuVECA og rekstrar­aðila viðurkennds félagslegs framtakssjóðs notkun á heitinu EuSEF og afskrá rekstrar­­aðilann og/eða viðkomandi sjóð.

    Ef rekstraraðili evrópsks áhættufjármagnssjóðs eða evrópsks félagslegs framtakssjóðs með stað­festu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins heldur áfram háttsemi sem sýnilega brýtur gegn lögum þessum eða reglum settum með stoð í þeim, þrátt fyrir ráðstafanir lögbærs yfirvalds í heima­ríki rekstraraðilans eða vegna þess að lögbæra yfirvaldið aðhefst ekki innan sanngjarns tíma­frests, getur Fjármálaeftirlitið gripið til viðeigandi ráðstafana til verndar fjárfestum, þar á meðal komið í veg fyrir að rekstraraðilinn geti stundað frekari markaðssetningu hluta eða hlut­deildar­skírteina sjóða í rekstri hans hér á landi. Fjármálaeftirlitið skal fyrir fram tilkynna lögbæru yfirvaldi heima­ríkis rekstraraðila um slíkar ráðstafanir og Eftirlitsstofnun EFTA og Evrópsku verðbréfa­mark­aðs­eftirlits­stofnuninni tafarlaust. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að vísa málinu til Eftirlits­stofnunar EFTA sem getur gripið til ráðstafana í samræmi við 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1095/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.

    Til viðbótar 1.–6. mgr. gilda eftirlits- og valdheimildir lögbærra yfirvalda samkvæmt lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða um rekstraraðila viðurkenndra áhættufjármagnssjóða og rekstraraðila viðurkenndra félagslegra framtakssjóða sem eru starfsleyfis- eða skráningarskyldir samkvæmt þeim lögum, þar á meðal að því er varðar viðurlagaheimildir.

 

6. gr.

Aðfararhæfi ákvarðana Eftirlitsstofnunar EFTA og dóma EFTA-dómstólsins.

    Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA samkvæmt lögum þessum eru aðfararhæfar, sem og dómar og úrskurðir EFTA-dómstólsins.

 

7. gr.

Úrbótakrafa vegna brots.

    Komi í ljós að ákvæðum laga þessara eða stjórnvaldsfyrirmæla settra með stoð í þeim sé ekki fylgt skal Fjármálaeftirlitið krefjast þess að úr sé bætt innan hæfilegs frests.

 

8. gr.

Stjórnvaldssektir.

    Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann lögaðila eða einstakling sem brýtur gegn eftirtöldum ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 345/2013 og stjórn­valds­fyrirmælum settum á grundvelli þeirra:

  1. III. lið b-liðar 1. mgr. 3. gr. um notkun á heitinu EuVECA við markaðssetningu á áhættu­fjármagns­sjóði innan Evrópska efnahagssvæðisins án þess að til sjóðsins sé stofnað innan svæðisins.
  2. 4. gr. um notkun á heitinu EuVECA við markaðssetningu á viðurkenndum áhættu­fjármagns­sjóði innan Evrópska efnahagssvæðisins án þess að uppfylla skilyrði þar um.
  3. 5. gr. um fjárfestingarheimildir.
  4. 6. gr. um markaðssetningu gagnvart hæfum fjárfestum.
  5. 7. gr. um trúnaðarskyldu rekstraraðila.
  6. 8. gr. um útvistun á starfsemi rekstraraðila.
  7. 9. gr. um hagsmunaárekstra.
  8. 10. gr. um eiginfjárgrunn.
  9. 11. gr. um framkvæmd verðmats.
  10. 12. gr. vegna ítrekaðra brota á reglum um gerð og birtingu ársskýrslu og endurskoðun á sjóðnum.
  11. 13. gr. vegna ítrekaðra brota á reglum um upplýsingagjöf til fjárfesta.
  12. 1. mgr. 14. gr. um starfsemi án skráningar rekstraraðila.
  13. 1. mgr. 14. gr. a um starfsemi án skráningar sjóðs.
  14. 15. gr. um tilkynningarskyldu rekstraraðila.
  15. 23. gr. um þagnarskyldu.

    Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn eftirtöldum ákvæð­um reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 346/2013 og stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra:

  1. III. lið b-liðar 1. mgr. 3. gr. um notkun á heitinu EuSEF við markaðssetningu á félagslegum framtakssjóði innan Evrópska efnahagssvæðisins án þess að til sjóðsins sé stofnað innan svæðisins.
  2. 4. gr. um notkun á heitinu EuSEF við markaðssetningu á viðurkenndum félagslegum fram­taks­sjóði innan Evrópska efnahagssvæðisins án þess að uppfylla skilyrði þar um.
  3. 5. gr. um fjárfestingarheimildir.
  4. 6. gr. um markaðssetningu gagnvart hæfum fjárfestum.
  5. 7. gr. um trúnaðarskyldu rekstraraðila.
  6. 8. gr. um útvistun á starfsemi rekstraraðila.
  7. 9. gr. um hagsmunaárekstra.
  8. 10. gr. um mælingar.
  9. 11. gr. um eiginfjárgrunn.
  10. 12. gr. um framkvæmd verðmats.
  11. 13. gr. vegna ítrekaðra brota á reglum um gerð og birtingu ársskýrslu og endurskoðun á sjóðnum.
  12. 14. gr. vegna ítrekaðra brota á reglum um upplýsingagjöf til fjárfesta.
  13. 1. mgr. 15. gr. um starfsemi án skráningar rekstraraðila.
  14. 1. mgr. 15. gr. a um starfsemi án skráningar sjóðs.
  15. 16. gr. um tilkynningarskyldu rekstraraðila.
  16. 24. gr. um þagnarskyldu.

    Sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 100 þús. kr. til 65 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 500 þús. kr. til 800 millj. kr., en geta þó verið hærri eða allt að 10% af heildarveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi lögaðilans eða 10% af síðasta samþykkta samstæðureikningi ef lögaðili er hluti af samstæðu.

    Þrátt fyrir 3. mgr. er heimilt að ákvarða einstaklingi eða lögaðila sem brýtur gegn lögum þessum eða stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra stjórnvaldssekt allt að tvöfaldri þeirri fjárhæð sem nemur fjárhagslegum ávinningi af broti.

    Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostn­aði við innheimtuna. Sé stjórnvaldssekt ekki greidd innan mánaðar frá ákvörðun Fjár­mála­eftirlitsins skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttar­vaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.

 

9. gr.

Saknæmi.

    Stjórnsýsluviðurlögum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.

 

10. gr.

Ákvörðun stjórnsýsluviðurlaga og annarra ráðstafana.

    Við ákvörðun stjórnsýsluviðurlaga, þar á meðal um fjárhæð stjórnvaldssekta, og annarra ráð­stafana vegna brots skal tekið tillit til allra atvika sem máli skipta, þ.m.t. eftirfarandi, eftir því sem við á:

  1. alvarleika brots og hvað brotið hefur staðið lengi yfir,
  2. ábyrgðar hins brotlega,
  3. fjárhagsstöðu hins brotlega, sér í lagi með hliðsjón af ársveltu lögaðila eða árstekjum ein­staklings,
  4. ávinnings hins brotlega af broti eða taps sem hann forðar með broti, þess tjóns sem brotið veldur þriðja aðila og, ef við á, hvers konar mögulegra kerfislegra áhrifa, að því marki sem unnt er að ákvarða það,
  5. samstarfsvilja hins brotlega,
  6. fyrri brota hins brotlega og hvort um ítrekað brot er að ræða og
  7. ráðstafana sem hinn brotlegi grípur til eftir brotið til að koma í veg fyrir að brotið verði endurtekið.

 

11. gr.

Sátt.

    Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara eða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þeirra er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda sé ekki um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni.

    Seðlabanki Íslands setur reglur um framkvæmd 1. mgr.

 

12. gr.

Réttur grunaðs manns.

    Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur sá sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fjármálaeftirlitið skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.

 

13. gr.

Frestur til að beita stjórnsýsluviðurlögum.

    Heimild Fjármálaeftirlitsins til að leggja á stjórnsýsluviðurlög samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.

    Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar Fjármálaeftirlitið tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.

 

14. gr.

Refsing við broti.

    Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti sam­kvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn eftirfarandi ákvæðum reglugerðar (ESB) nr. 345/2013:

  1. 5. gr. um fjárfestingarheimildir.
  2. 6. gr. um markaðssetningu gagnvart hæfum fjárfestum.
  3. 1. mgr. 14. gr. um starfsemi án skráningar rekstraraðila.
  4. 1. mgr. 14. gr. a um starfsemi án skráningar sjóðs.

    Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti sam­kvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn eftirfarandi ákvæðum reglugerðar (ESB) nr. 346/2013:

  1. 5. gr. um fjárfestingarheimildir.
  2. 6. gr. um markaðssetningu gagnvart hæfum fjárfestum.
  3. 1. mgr. 15. gr. um starfsemi án skráningar rekstraraðila.
  4. 1. mgr. 15. gr. a um starfsemi án skráningar sjóðs.

    Brot gegn lögum þessum varða refsingu óháð því hvort þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.

    Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur af broti gegn ákvæðum laga þessara sem varða sektum eða fangelsi.

    Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.

    Gera má lögaðila sekt fyrir brot á lögum þessum og reglum settum á grundvelli þeirra óháð því hvort sök verði sönnuð á tiltekinn fyrirsvarsmann lögaðilans, starfsmann hans eða annan aðila sem starfar á hans vegum. Hafi fyrirsvarsmaður lögaðilans, starfsmaður hans eða annar á hans vegum með saknæmum hætti brotið gegn lögum þessum eða reglum settum á grundvelli þeirra í starfsemi lögaðilans má gera honum refsingu, auk þess að gera lögaðilanum sekt.

 

15. gr.

Kæra til lögreglu.

    Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Fjármála­eftirlitsins.

    Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnsýsluviðurlögum og refsingu metur Fjármálaeftirlitið hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá því. Ef brot er meiri háttar ber Fjármálaeftirlitinu að vísa því til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef það lýtur að verulegum fjárhæðum, ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur Fjármálaeftirlitið á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum til rannsóknar lögreglu. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.

    Með kæru Fjármálaeftirlitsins skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot styðst við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, gilda ekki um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kæra mál til lögreglu.

    Fjármálaeftirlitinu er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem það hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.

    Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar og gögn sem hefur verið aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Fjármálaeftirlitsins sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.

    Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna meintrar refsiverðrar háttsemi sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum getur hann sent eða endursent málið til Fjármálaeftirlitsins til meðferðar og ákvörðunar.

 

16. gr.

Stjórnvaldsfyrirmæli.

    Ráðherra setur reglugerð um nánari framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 345/2013 um þau atriði sem koma fram í 5. mgr. 9. gr. hennar um tegundir hagsmunaárekstra og ráðstafanir sem rekstraraðilar samkvæmt lögum þessum skulu grípa til við að greina hagsmunaárekstra, koma í veg fyrir, stýra, vakta og birta upplýsingar um þá.

    Ráðherra setur reglugerð um nánari framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 346/2013 um þau atriði sem koma fram í eftirfarandi greinum hennar:

  1. 2. mgr. 3. gr. um tegundir vöru eða þjónustu og aðferðir við framleiðslu á vöru eða þjónustu sem eru lýsandi fyrir félagslegt markmið.
  2. 5. mgr. 9. gr. um tegundir hagsmunaárekstra og ráðstafanir sem rekstraraðilar samkvæmt lögum þessum skulu grípa til við að greina hagsmunaárekstra, koma í veg fyrir, stýra, vakta og birta upplýsingar um þá.
  3. 10. gr. um aðferðir fyrir rekstraraðila viðurkenndra félagslegra framtakssjóða til að meta að hvaða marki fjárfestingarhæf fyrirtæki sem sjóðirnir fjárfesta í ná fram jákvæðu félagslegu áhrifunum sem þeir eru skuldbundnir til að ná.
  4. 14. gr. um upplýsingar skv. c–f-lið og l-lið 1. mgr. sömu greinar og hvernig þær skuli settar fram með samræmdum hætti.

    Seðlabanki Íslands setur reglur um nánari framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 345/2013 um þau atriði sem koma fram í eftirfarandi greinum hennar:

  1. 14. gr. um upplýsingar sem veita ber í umsókn um skráningu, eyðublöð, form og máls­meðferð fyrir veitingu upplýsinga og skilyrði skráningar.
  2. 14. gr. a um upplýsingar sem veita ber í umsókn um skráningu, eyðublöð, form og máls­meðferð fyrir veitingu upplýsinga.
  3. 16. gr. um hvernig haga skuli tilkynningum um nýja skráningu rekstraraðila, á nýjum sjóði eða nýju aðildarríki þar sem rekstraraðili hyggst markaðssetja sjóð.
  4. 16. gr. a um upplýsingar sem veita ber Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni og eyðublöð, form og málsmeðferð fyrir veitingu upplýsinganna.

    Seðlabanki Íslands setur reglur um nánari framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 346/2013 um þau atriði sem koma fram í eftirfarandi greinum hennar:

  1. 15. gr. um upplýsingar sem veita ber í umsókn um skráningu, eyðublöð, form og máls­meðferð fyrir veitingu upplýsinga og skilyrði skráningar.
  2. 15. gr. a um upplýsingar sem veita ber í umsókn um skráningu, eyðublöð, form og máls­meðferð fyrir veitingu upplýsinga.
  3. 17. gr. um hvernig haga skuli tilkynningum um nýja skráningu rekstraraðila, á nýjum sjóði eða nýju aðildarríki þar sem rekstraraðili hyggst markaðssetja sjóð.
  4. 17. gr. a um upplýsingar sem veita ber Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni og eyðublöð, form og málsmeðferð fyrir veitingu upplýsinganna.

    Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur um lok mála vegna brota gegn lögum þessum með sátt, sbr. 11. gr.

 

17. gr.

Aðlaganir og vísanir.

    Ákvæði 2.–6. mgr. 10. gr. og b-liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar (ESB) 345/2013, eins og henni var breytt með reglugerð (ESB) 2017/1991, gilda ekki um rekstraraðila viðurkenndra áhættu­fjármagnssjóða sem voru starfandi 12. desember 2020, á líftíma þeirra sjóða. Þeir skulu geta sýnt fram á, á hverjum tíma, að eiginfjárgrunnur þeirra nægi til að viðhalda rekstrarlegri samfellu.

    Ákvæði 2.–6. mgr. 11. gr. og b-liðar 1. mgr. 14. gr. reglugerðar (ESB) 346/2013, eins og henni var breytt með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1991, gilda ekki um rekstraraðila félagslegra framtakssjóða sem voru starfandi 12. desember 2020, á líftíma þeirra sjóða. Þeir skulu geta sýnt fram á, á hverjum tíma, að eiginfjárgrunnur þeirra nægi til að viðhalda rekstrarlegri samfellu.

    Þegar vísað er til laga þessara í lögunum er átt við lögin og reglugerðir Evrópusambandsins skv. 2. gr.

    Með vísun í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB er átt við ákvæði laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

    Með vísun í starfsleyfi samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB í 3. mgr. 2. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 345/2013 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 346/2013 er átt við starfsleyfi samkvæmt lögum um verðbréfasjóði.

    Með vísun í fagfjárfesta og fjárfesta sem hægt væri að meðhöndla sem fagfjárfesta samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB í 1. mgr. 6. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 345/2013 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 346/2013 er átt við fag­fjárfesta og aðila sem geta óskað eftir því að vera fagfjárfestar samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálagerninga.

    Með vísun í birtingu árlegra reikningsskila samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðs­ins 2004/109/EB í 3. mgr. 12. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 345/2013 og 4. mgr. 13. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 346/2013 er átt við birtingu ársreiknings samkvæmt lögum um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.

    Með vísun í birtingu lýsingar samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB í 3. mgr. 13. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 345/2013 og 3. mgr. 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 346/2013 er átt við birtingu lýsingar í skilningi laga um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði.

    Með vísun í skipulegan verðbréfamarkað samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB í i. lið d-liðar 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 345/2013 er átt við skipulegan markað samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálagerninga.

    Með vísun í markaðstorg fjármálagerninga samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB í i. lið d-liðar 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 345/2013 er átt við markaðstorg fjármálagerninga samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálagerninga.

    Með vísun í lítið eða meðalstórt fyrirtæki samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB í i. lið d-liðar 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 345/2013 er átt við lítil eða meðalstór fyrirtæki samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálagerninga.

    Með vísun í vaxtarmarkað lítilla og meðalstórra fyrirtækja samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB í i. lið d-liðar 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 345/2013 er átt við vaxtarmarkað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki samkvæmt lögum um markaði fyrir fjár­mála­gerninga.

    Með vísun í vátryggingafélag samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB í iii. lið d-liðar 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 345/2013 er átt við vátryggingafélag samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi.

    Með vísun í eignarhaldsfélag á fjármálasviði samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/48/EB í iii. lið d-liðar 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 345/2013 er átt við eignarhaldsfélag á fjármálasviði samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

    Með vísun í blandað eignarhaldsfélag samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/48/EB í iii. lið d-liðar 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 345/2013 er átt við blandað eignarhaldsfélag samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

    Með vísun í verðbréfafyrirtæki samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB í iii. lið d-liðar 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 345/2013 er átt við verðbréfafyrirtæki samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálagerninga.

    Með vísun í skipulegan markað og markaðstorg fjármálagerninga samkvæmt tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 2004/39/ESB í i. lið d-liðar 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 346/2013 er átt við skipulegan markað og markaðstorg fjármálagerninga samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálagerninga.

 

18. gr.

Gildistaka.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2022.

 

Gjört á Bessastöðum, 10. júní 2022.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 22. júní 2022