Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 17/2023

Nr. 17/2023 4. apríl 2023

LÖG
um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002 (sérhæfð þekking).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:

  1. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
        Ráðherra er heimilt að birta í reglugerð lista yfir þau störf sem krefjast sérhæfðrar þekkingar sem tímabundinn skortur er á hér á landi. Ráðherra skal að minnsta kosti á tólf mánaða fresti óska eftir tillögum að breytingum á framangreindri reglugerð frá hlutaðeigandi stofnunum og hagsmunasamtökum. Vinnumálastofnun er heimilt að veita tímabundið atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérhæfðrar þekkingar sem tímabundinn skortur er á hér á landi og birt hefur verið í reglugerð, sbr. 1. málsl. Vinnumálastofnun óskar staðfestingar á sérhæfðri þekkingu viðkomandi útlendings í samræmi við íslenskar reglur telji stofnunin slíkt nauðsynlegt. Að öðru leyti gildir ákvæði 1. mgr.
  2. Á eftir orðunum „krefst háskólamenntunar“ í 3. mgr. kemur: eða starfs sem krefst sér­hæfðrar þekkingar, sbr. 3. mgr.
  3. Á eftir 2. málsl. 5. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi leyfið verið veitt á grundvelli 3. mgr. er heimilt að framlengja það um allt að tvö ár þrátt fyrir að það starf sem um ræðir hafi verið fellt brott af lista yfir störf sem falla undir 3. mgr. samkvæmt gildandi reglugerð hverju sinni.

 

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört í Reykjavík, 4. apríl 2023.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Svandís Svavarsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 11. apríl 2023