Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 751/2020

Nr. 751/2020 15. júlí 2020

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Súðavíkurhreppi.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkt eftir­farandi deiliskipulagsáætlanir:

Deiliskipulag í Hattardal, Hattardalsvirkjun.
Deiliskipulagið felur í sér heimild til að reisa litla vatnsaflsvirkjun við Hattardalsá, uppsett afl hennar er allt að 100 kw, gert er ráð fyrir stíflu fyrir inntakslón, aðveitulögn frá inntakslóni að stöðvarhúsi og byggingu stöðvarhúss, vegi frá Meiri-Hattardal að stöðvarhúsi og vegslóða frá stöðvarhúsi að inntaki.

Breyting á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Langeyri í Súðavík.
Ástæða breytingarinnar er fyrirhuguð uppbygging hafnar- og iðnaðarsvæðisins. Mörk deiliskipulagsins hafa breyst þannig að Langeyrarvegur, lóð I-1 og geymslusvæði verða felld út úr skipulaginu. Fyrir breytingu var svæðið um 3,3 ha, eftir breytingu er skipulagssvæðið um 2,3 ha.

Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

 

Súðavík, 15. júlí 2020.

 

Jóhann Birkir Helgason, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 29. júlí 2020