Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 2/2020

Nr. 2/2020 31. janúar 2020

AUGLÝSING
um samning um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu.

Hinn 28. janúar 2020 var í London gerður samningur um fyrirkomulag milli Íslands, Fursta­dæmisins Liechtensteins, Konungsríkisins Noregs og Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og úrsagnar þess úr EES-samn­ingnum og öðrum samningum sem gilda milli Bretlands og EFTA-ríkjanna innan EES í krafti aðildar Bretlands að Evrópusambandinu.

Þann sama dag var í London, með orðsendingaskiptum milli Íslands og Sameinaða konungs­ríkisins Stóra-Bretlands, gerð breyting á framangreindum samningi. Með breytingunnni fellst Ísland á að Bretland beiti samningnum til bráðabirgða þar til hann öðlast endanlega gildi hvað Bretland varðar.

Þann 30. janúar 2020 var norska utanríkisráðuneytinu afhent staðfestingarskjal Íslands vegna framan­greinds samnings. Jafnframt var norska utanríkisráðuneytið upplýst um breytinguna á samn­ingnum.

Gildistökudagur samningsins og breytingarinnar er 1. febrúar 2020.

Samningurinn er birtur sem fylgiskjal 1 með auglýsingu þessari og breytingin sem fylgiskjal 2.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.

 

Utanríkisráðuneytinu, 31. janúar 2020.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Sturla Sigurjónsson.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


C deild - Útgáfud.: 31. janúar 2020