Hinn 28. janúar 2020 var í London gerður samningur um fyrirkomulag milli Íslands, Furstadæmisins Liechtensteins, Konungsríkisins Noregs og Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og úrsagnar þess úr EES-samningnum og öðrum samningum sem gilda milli Bretlands og EFTA-ríkjanna innan EES í krafti aðildar Bretlands að Evrópusambandinu.
Þann sama dag var í London, með orðsendingaskiptum milli Íslands og Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands, gerð breyting á framangreindum samningi. Með breytingunnni fellst Ísland á að Bretland beiti samningnum til bráðabirgða þar til hann öðlast endanlega gildi hvað Bretland varðar.
Þann 30. janúar 2020 var norska utanríkisráðuneytinu afhent staðfestingarskjal Íslands vegna framangreinds samnings. Jafnframt var norska utanríkisráðuneytið upplýst um breytinguna á samningnum.
Gildistökudagur samningsins og breytingarinnar er 1. febrúar 2020.
Samningurinn er birtur sem fylgiskjal 1 með auglýsingu þessari og breytingin sem fylgiskjal 2.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Utanríkisráðuneytinu, 31. janúar 2020.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)