Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 346/2021

Nr. 346/2021 26. mars 2021

AUGLÝSING
um (2.) breytingu á auglýsingu um (1.) staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta, nr. 271/2021.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Fyrirsögn 1. mgr. vegna Sveitarfélagsins Árborgar (löndunarskylda í Þorlákshöfn, vinnslu­skylda innan sveitarfélags) breytist og verður: Sveitarfélagið Árborg (vinnsluskylda innan sveitarfélags).
  2. Ákvæði a-liðar 1. mgr. vegna Sveitarfélagsins Árborgar breytist og verður svohljóðandi:
    a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tíma­bilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.

     

2. gr.

Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 26. mars 2021.

 

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 30. mars 2021