Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 13/2022

Nr. 13/2022 11. janúar 2022

AUGLÝSING
um (9.) breytingu á gjaldskrá nr. 535/2015 fyrir verkefni og þjónustu Umhverfisstofnunar.

1. gr.

1. gr. gjaldskrárinnar orðist svo:

Umhverfisstofnun innheimtir gjald samkvæmt gjaldskrá þessari sem nemur kr. 19.000 á hverja klukkustund fyrir sérfræðing fyrir verkefni og þjónustu sem stofnuninni eru falin í lögum og reglu­gerðum og sem heimilt er að taka gjald fyrir.

 

2. gr.

Auglýsing þessi er sett samkvæmt heimild í 53. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og meng­unarvarnir og öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 11. janúar 2022.

F. h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra,

Sigríður Auður Arnardóttir.

Stefán Guðmundsson.


B deild - Útgáfud.: 13. janúar 2022