Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 245/2019

Nr. 245/2019 25. febrúar 2019

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Hafnarfjarðarkaupstað.

Deiliskipulagið „Miðbær–Hraun, vestur“.
Í samræmi við skipulagslög samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar á fundi sínum þann 20. febrúar 2019 deiliskipulagið „Miðbær–Hraun, vestur“. Deiliskipulagið nær til 22 ha svæðis, frá Austurgötu að miðju Arnarhrauns, á milli Reykjavíkurvegar og suður að Læk, auk húsa milli Álfaskeiðs og Tjarnarbrautar. Vesturhluti svæðisins milli Austurgötu og Hverfisgötu er á gildandi deiliskipulagi fyrir Hafnarfjörð, miðbæ og fellur sá hluti þess skipulags úr gildi við gildistöku nýja skipulagsins „Miðbær–Hraun, vestur“. Jafnframt er hluti deiliskipulags fyrir gatnamót Reykjavíkurvegar innan svæðisins og verður mörkum þess breytt. Deiliskipulagið var auglýst frá 4. apríl til 16. maí 2018. Athugasemdir bárust.
Málsmeðferð deiliskipulagsins var samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast það þegar gildi.
Með vísan til deiliskipulagsins „Miðbær–Hraun, vestur“ og bréfs Skipulagsstofnunar, dags. 15. nóvember 2018, er mörkum á eftirfarandi deiliskipulagi breytt:
Breyting á deiliskipulaginu „Hafnarfjörður, miðbær 1981“; reitur 1, miðbær - breytt deiliskipulags­mörk.
Breyting á deiliskipulagi gatnamóta Reykjavíkurvegar og Arnarhrauns - breytt deiliskipulagsmörk.

Hafnarfirði, 25. febrúar 2019.

Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 12. mars 2019