Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 468/2021

Nr. 468/2021 14. apríl 2021

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Rangárþingi eystra.

Kirkjuhvolsreitur á Hvolsvelli, nýtt deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti 11. mars 2021 tillögu að deiliskipulagi á Kirkju­hvols­reit á Hvolsvelli. Tillagan tekur til allt að 2.300 m² stækkunar á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkju­hvoli. Gert er ráð fyrir stækkun á heilsugæslustöðinni um allt að 500 m² og allt að 23 íbúðum fyrir 60 ára og eldri. Íbúðirnar verða í raðhúsum og parhúsum á einni hæð og er gert ráð fyrir að hluti þeirra verði með bílskúr. Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið öðlast þegar gildi. Við gildistöku deiliskipulagsins fellur úr gildi eldra deili­skipulag Kirkjuhvolsreits frá árinu 2016.

 

Hvolsvelli, 14. apríl 2021.

F.h. sveitarstjórnar Rangárþings eystra,

Guðmundur Úlfar Gíslason, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 29. apríl 2021