Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 879/2019

Nr. 879/2019 25. september 2019

AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavíkurborg.

Skógarhlíð 22, Þóroddsstaðir.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti borgarráð Reykjavíkur, þann 22. ágúst 2019, breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 22 við Skógarhlíð. Í breytingunni felst að skilgreina notkun lóðarinnar undir íbúðabyggð og heimila uppbyggingu húsnæðis sem tekur mið af formgerð Þóroddsstaða. Heimilt verði að byggja allt að 18 íbúðir á lóðinni, að hámarki 6 íbúðir í núverandi húsi (Þóroddsstöðum) og að hámarki 12 íbúðir í nýbyggingunni. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Kvistaland 26.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti borgarráð Reykjavíkur, þann 29. ágúst 2019, breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis, reitur 1.863.2, vegna lóðarinnar nr. 26 við Kvista­land. Í breytingunni felst að byggingarreit er breytt og hann stækkaður, byggingarmagn er aukið, lóðinni er skipt upp og afmörkuð er sér lóð fyrir spennistöð og almennur göngustígur sem liggur gegnum lóðina að norðanverðu flyst til norðurs vegna viðbyggingar norðan við núverandi hús. Upp­drættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Lækjargata 12.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 20. september 2019, breytingu á deiliskipulagi Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4 og 4B og Skólabrú 2 vegna lóðarinnar nr. 12. við Lækjargötu. Breytingin á einungis við um húshluta að inngarði vegna Lækjargötu 12. Í breytingunni felst að heimilt er að byggja einnar hæðar við­byggingu er tengist við aðalhæð hússins, stækka veitingaaðstöðu á 1. hæð og nýta þak við­bygg­ingar sem svalir fyrir einstaka herbergi á 2. hæð. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulags­laga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, 25. september 2019.

Björn Axelsson.


B deild - Útgáfud.: 9. október 2019