Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 149/2019

Nr. 149/2019 23. desember 2019

LÖG
um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum (lenging fæðingarorlofs).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:

  1. Í stað orðsins „þrjá“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: fjóra; og í stað orðsins „þremur“ í 3. málsl. sömu málsgreinar kemur: tveimur.
  2. Í stað orðsins „níu“ í 4. mgr. kemur: tíu.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:

  1. Í stað orðsins „þrjá“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: fjóra; og í stað orðsins „þrjá“ í 3. málsl. sömu málsgreinar kemur: tvo.
  2. Í stað orðsins „níu“ í 2. mgr. kemur: tíu.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:

  1. Í stað orðsins „þrjá“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: fjóra; og í stað orðsins „þrjá“ í 3. málsl. sömu málsgreinar kemur: tvo.
  2. Í stað orðsins „níu“ í 2. mgr. kemur: tíu.

4. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Ráðherra skal í október 2020 leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga þar sem kveðið verði á um að foreldrar barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar skuli eiga rétt á tólf mánaða samanlögðu fæðingarorlofi og um skiptingu þess milli foreldra sem og um lengingu á rétti til fæðingarstyrks í tólf mánuði. Í því sambandi verði miðað við að hvort foreldri um sig eigi sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks að lágmarki í fjóra mánuði og að foreldrar eigi sameiginlegan rétt til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks að lágmarki í tvo mánuði.

    Verði frumvarp skv. 1. mgr. ekki samþykkt skal samanlagður réttur til fæðingarorlofs eigi að síður verða 12 mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá og með 1. janúar 2021. Hið sama skal gilda um fæðingarstyrk. Skal ráðherra þá mæla fyrir um skiptingu þeirra tveggja mánaða sem við bætast með reglugerð. Skal sú reglugerð gilda þar til lög, sem samþykkt hafa verið á Alþingi, hafa tekið gildi þar sem kveðið verður á um skiptingu á tólf mánaða rétti foreldra til fæðingarorlofs.

5. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020 og eiga við um foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2020 eða síðar, sbr. þó 4. gr.

Gjört á Bessastöðum, 23. desember 2019.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Ásmundur Einar Daðason.


A deild - Útgáfud.: 30. desember 2019