Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 859/2019

Nr. 859/2019 17. september 2019

AUGLÝSING
um nýtt og breytt deiliskipulag í Reykjavíkurborg.

Hverfisgata 98A, 100 og 100A.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 16. ágúst 2019, breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðanna nr. 98A, 100 og 100A við Hverfisgötu. Í breytingunni felst m.a. að ekki sé heimilt að rífa húsin nr. 98A og 100, hækka megi um eina hæð og ris, gert sé ráð fyrir einni íbúð á hverri hæð allt að 4 íbúðum í hvoru húsi, kvöð um aðkomu gangandi um undirgöng á Hverfisgötu 98A að baklóð, heimilt verði að rífa núver­andi hús að Hverfisgötu 100A, byggja nýtt hús með kjallara, 3 hæðir og ris og allt að 6 íbúðum af mismunandi stærðum, heimilt verði að byggja svalir til suðurs allt að 1,6 m að dýpt og á jarðhæðum má gera ráð fyrir íbúðum, ekki er lengur skilyrði um verslunar- eða þjónustustarfsemi. Uppdrættir hafa hlotið með­ferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Hólmsheiði, athafnasvæði.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti borgarráð Reykjavíkur, þann 22. ágúst 2019, nýtt deiliskipulag fyrir Hólmsheiði, athafnasvæði. Skipulagssvæðið er um 60 ha að stærð og liggur að jaðri vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins og er í jaðri græna trefilsins. Skipulags­tillagan gerir ráð fyrir að skipuleggja athafnasvæði, með fjölbreyttum atvinnulóðum innan svæðis, undir ýmis konar starfsemi sem fellur að markmiðum aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, þ. á m. lóðum fyrir gagnaver. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið öðlast þegar gildi.

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, 17. september 2019.

Björn Axelsson.


B deild - Útgáfud.: 1. október 2019