Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 467/2021

Nr. 467/2021 13. apríl 2021

AUGLÝSING
um deiliskipulagsbreytingu í Reykjanesbæ.

Nesvellir, íbúðar- og þjónustusvæði.
Í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar þann 16. febrúar 2021 samþykkt breytingu á deiliskipulagi Nesvalla, íbúðar- og þjónustusvæðis.
Breytingin felst í að byggingarreitur syðst á lóðinni, Njarðarvellir, stækkar og heimilt verði að reisa þar allt að fjögurra hæða hús með bílageymslu sem hafi aðkomu frá Njarðarvöllum og Stapa­völlum, samkvæmt uppdráttum THG-arkitekta frá 16. nóvember 2020.
Málsmeðferð var skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Deiliskipulagsbreytingin öðlast þegar gildi.

 

Reykjanesbæ, 13. apríl 2021.

 

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 29. apríl 2021