Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 441/2019

Nr. 441/2019 30. apríl 2019

AUGLÝSING
um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavíkurborg.

Spöngin eining G, Spöngin 3-5/Móavegur 2 og 4.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur, með vísan til a-liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án stað­fest­ingar borgarráðs, þann 17. apríl 2019, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar, einingar G, vegna lóðanna nr. 3-5 við Spöngina og 2 og 4 við Móaveg. Í breytingunni felst að komið er fyrir djúpgámum á lóð í stað sorpskýla og hækkuð hámarkshæð hjólaskýla úr 3,0 m í 4,5 m. Upp­drættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Kvosin.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 8. mars 2019, breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar. Í tillögunni felst breyting á afmörkun skipulagsins í samræmi við breytta afmörkun á skipulagi Austurhafnar. Breytingin er tilkomin vegna ráðagerðar um að gera gömlu steinbryggjuna sýnilega og gera hana að torg­svæði en svæðið skaraði tvenn skipulagsmörk. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Sundahöfn, norðan Vatnagarða.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti borgarráð Reykjavíkur, þann 11. apríl 2019, breyt­ingu á deiliskipulagi Vatnagarða vegna Sundahafnar. Í breytingunni felst að skilgreindir eru tveir byggingarreitir á lóð Sægarða 9, stækkun og breyting á sérskilmálum fyrir lóðina Sægarða A og gerðar eru nýjar lóðir fyrir dreifistöð, Sægarðar 13 og spennistöð, Sægarðar 17. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, 30. apríl 2019.

Björn Axelsson.


B deild - Útgáfud.: 15. maí 2019