Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1312/2018

Nr. 1312/2018 18. desember 2018

GJALDSKRÁ
fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Stykkishólmsbæ.

1. gr.

Árlegt þjónustugjald vegna sorphirðu og sorpeyðingar í Stykkishólmsbæ, til að standa undir kostnaði, er sem hér segir:

A. Á hverja íbúð í þéttbýli og á lögbýli, eða íbúðarhús utan þéttbýlis greiðist þjónustugjald:

  Sorphirðu- og förgunargjald kr. 49.600

2. gr.

Gjald fyrir sorphirðu samkvæmt 1. gr. skal innheimta með fasteignagjöldum.

3. gr.

Gjald fyrir móttöku úrgangs sem komið er með til söfnunarstöðvar:

Meðhöndlun kr. með vsk.
Tímavinna við flokkun og frágang 3.753
Vigtunargjald 1.853
Vigtunargjald utan opnunartíma 10.079
   
Óflokkað kr./kg með vsk.
Grófur óflokkaður úrgangur 31,00
Úrgangur sem þarf að flokka og vinna sérstaklega fyrir förgun  
og aðra meðhöndlun. Dæmi: teppi, dýnur, kaðlar, net,  
húsgögn, jarðvegur, málmar, timbur, steinefni og gler  
Blandaður úrgangur 23,00
Að mestu úrgangur sem fer ekki í skilgreindan endurvinnsluferil  
og þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar fyrir förgun.  
   
Flokkað kr./kg með vsk.
Timbur 23,00
Hvítmálað, plasthúðað og blandað  
Timbur 12,50
Hreint, ekki litað eða fúavarið  
Kjöt og sláturúrgangur 23,00
Lífrænn úrgangur til jarðgerðar 12,50
Heimilistæki o.fl. 23,00
Gras án aðskotahluta 5,40
Húsbúnaður, fatnaður o.fl. til endurnotkunar 0
Bylgjupappi sem er tækur til endurvinnslu 0
Dagblöð, tímarit, skrifstofupappír og annar pappír tækur til endurvinnslu 0
Plast til endurvinnslu  
   
Gjaldskrá vegna spilliefna og spilliefnamengaðs úrgangs o.þ.h. sem úrvinnslugjald er ekki lagt á: kr./kg með vsk.
Olíusíur 128,40
Olíuúrgangur s.s. ódælanlegur úrgangur og olíumengaður jarðvegur,  
tvistur o.fl. 219,00
Lífræn spilliefni með halógenum og/eða brennisteini s.s. ýmis  
PCB úrgangur 1.006,00
Lífræn spilliefni án halógens og brennisteins  
Lífræn efni: Etylenglýkól, frostlögur, prýlenglýkól, ediksýra,  
lífrænar sýrur, asfalt, amín, lífræn sölt, polýól og tektyl. 278,00
Málning vatnsblönduð og önnur ótalin eftirlitsskyld spilliefni 77,30
Kvikasilfursmengaður úrgangur 716,60
Oxandi og gasmyndandi efni 1.086,60
Ólífræn spilliefni s.s. brennisteinssýra, saltsýra, fosfórsýra, flúorsýra,  
krómsýra, málmhreinsisýrur, lútur, basísk affitunarböð með cyaníði,  
galvanhúðunarböð, herðisölt, natríum hydroxíð, fljótandi hýpólórít,  
málmhydroxíðleðja, ólífræn sölt 480,40
Ýmis spilliefni s.s. lyf, sprautunálar, flugeldar, polyúretan úðabrúsar  
Úrgangur sem þarfnast efnagreiningar 480,40
Umbúðir spilliefnamerktar/spilliefnamengaðar > 100 l 7.317,40
Umbúðir spilliefnamerktar/spilliefnamengaðar < 100 l 1.830,40
Gagnaeyðing 137,30

4. gr.

Tekið er á móti úrgangi sem úrvinnslugjald er lagt á, án endurgjalds.

Starfsmaður söfnunarstöðvar ákveður, að fenginni lýsingu úrgangshafa á úrgangi, í hvaða flokk úrgangur fellur skv. gjaldskránni.

Flutningsaðilar á úrgangi á móttökustað ábyrgjast greiðslu gjalda skv. gjaldskrá eða geri grein fyrir með óyggjandi hætti, almennt eða í einstaka tilfelli, hver sé ábyrgur úrgangshafi hvers farms.

Íbúar sveitarfélagsins geta afhent allt að 50 kg af forflokkuðum úrgangi samtals á mánuði án þess að greiða sérstaklega fyrir það, enda sé um heimilisúrgang að ræða.

5. gr.

Sveitarfélaginu er heimilt að gera sérstaka samninga um móttöku úrgangs og aðra þjónustuþætti, þegar um er að ræða afmarkaðri eða víðtækari þjónustu en gjaldskrá tekur til.

6. gr.

Verði vanskil á greiðslu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er hægt að innheimta gjöld með fjárnámi hjá úrgangshafa án undangengins dóms, sbr. lokamálslið 4. mgr. 11. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 með síðari breytingum, sbr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1989. Gjöld eru tryggð með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign tvö ár eftir gjalddaga, sbr. lokamálslið 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 með síðari breytingum.

7. gr.

Gjaldskrá þessi, er samin og samþykkt af bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar þann 13. desember 2018, að fenginni umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og með stoð í 5. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Stykkishólmsbæ, nr. 50/2012, sbr. 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 með síðari breytingum, og 11. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003 með síðari breytingum.

Gjaldskrá þessi tekur gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Stykkishólmsbæ nr. 1262/2017.

Stykkishólmi, 18. desember 2018.

Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 8. janúar 2019