Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 30/2021

Nr. 30/2021 30. apríl 2021

LÖG
um breytingu á lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989 (endurvinnsla og skilagjald).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:

  1. Á undan 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
        Markmið laga þessara er að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis með því að stuðla að söfnun og endurvinnslu allra einnota drykkjarvöruumbúða, minnka notkun slíkra einnota umbúða og stuðla að skilvirkari auðlindanýtingu.
  2. Í stað fjárhæðarinnar „14,41 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 16,22 kr.
  3. Orðin „og skal ráðherra hækka hámarksfjárhæðina í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs frá síðustu hækkun gjaldsins“ í 2. málsl. 1. mgr. falla brott.
  4. Orðin „að undanskildum þeim vörum sem seldar eru til tollfrjálsrar verslunar, sbr. 3. mgr.“ í 3. málsl. 1. mgr. falla brott.
  5. Í stað orðanna „5,50 kr. fyrir umbúðir úr stáli, 0,20 kr. fyrir umbúðir úr áli, 5,30 kr. fyrir umbúðir úr gleri stærri en 500 ml, 3,90 kr. fyrir umbúðir úr gleri 500 ml og minni, 3,20 kr. fyrir umbúðir úr lituðu plastefni og 1,30 kr. fyrir umbúðir úr ólituðu plastefni“ í lokamálslið 1. mgr. kemur: 6,60 kr. fyrir umbúðir úr stáli, 0,80 kr. fyrir umbúðir úr áli, 12,30 kr. fyrir umbúðir úr gleri stærri en 500 ml, 9,40 kr. fyrir umbúðir úr gleri 500 ml og minni, 4,30 kr. fyrir umbúðir úr lituðu plastefni, 2,40 kr. fyrir umbúðir úr ólituðu plastefni og 1,40 kr. fyrir umbúðir úr endurunnu ólituðu plastefni.
  6. Í stað tilvísunarinnar „1. mgr.“ í 3. mgr. kemur: 2. mgr.
  7. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
        Þeir aðilar sem selja farþegum og áhöfnum millilandafara óáfengar drykkjarvörur og bjór úr tollfrjálsri verslun við brottför frá landinu, sbr. 1. mgr. 104. gr. tollalaga, nr. 88/2005, skulu leggja á og greiða gjald skv. 2. mgr. eins og um væri að ræða sölu innan lands.

 

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 2. gr. laganna:

  1. Í stað orðsins „umsýslan“ í 1. málsl. kemur: umsýslu.
  2. Orðið „skilagjaldsins“ í 3. málsl. fellur brott.
  3. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skila má hluthöfum hóflegum arði af því hlutafé sem þeir hafa lagt í félagið.

 

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:

  1. 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Félagið skal stuðla að því að umbúðir fari til undirbúnings fyrir endurnotkun, endurvinnslu eða annarrar endurnýtingar í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs, sbr. lög um meðhöndlun úrgangs, eða koma þeim annars til förgunar.
  2. Í stað orðsins „skilum“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: árangri við söfnun.

 

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 4. gr. laganna:

  1. Í stað orðanna „um fjárhæð, innheimtu og endurgreiðslu skilagjaldsins, gerð og efnisval skilagjaldsskyldra umbúða fyrir drykkjarvörur og upphæð umsýsluþóknunar “ í 1. málsl. kemur: um markmið um söfnun, innheimtu og endurgreiðslu skilagjaldsins og stærð, gerð og efnisval skilagjaldsskyldra umbúða fyrir drykkjarvörur.
  2. 2. málsl. fellur brott.

 

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna:

  1. Orðin „við komu til landsins“ falla brott.
  2. Í stað tilvísunarinnar „3. mgr.“ kemur: 4. og 5. mgr.

 

6. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. maí 2021.

 

Gjört á Bessastöðum, 30. apríl 2021.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.


A deild - Útgáfud.: 30. apríl 2021