Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 79/2019

Nr. 79/2019 27. júní 2019

LÖG
um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, nr. 130/2016, með síðari breytingum (launafyrirkomulag).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

I. KAFLI

Breyting á lögum um laun forseta Íslands, nr. 10/1990,
með síðari breytingum.

1. gr.

    1. gr. laganna orðast svo:

    Laun forseta Íslands nema 2.985.000 kr. á mánuði. Launin skulu taka breytingum 1. júlí ár hvert. Hagstofa Íslands reiknar og birtir fyrir 1. júní hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Við mat á launabreytingum aflar Hagstofan skýrslna og gagna sem hún telur nauðsynleg og gerir jafnframt eigin kjararannsóknir eftir því sem hún telur þörf á. Við launaafgreiðslu fyrir júlí uppfærir Fjársýsla ríkisins krónutölufjárhæð til sam­ræmis við tölur Hagstofunnar.

II. KAFLI

Breyting á lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað,
nr. 88/1995, með síðari breytingum.

2. gr.

    Í stað orðanna „7. gr. og 1. mgr. 9. gr.“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: 7.–9. gr.

3. gr.

    13. gr. a laganna orðast svo:

    Í reglum forsætisnefndar um þingfararkostnað má kveða á um að reglur um almenn starfskjör sem gilda um embættismenn þar sem laun eru ákveðin í sérákvæðum, sbr. 2. mgr. 39. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, gildi einnig um alþingismenn, eftir því sem við getur átt.

4. gr.

    1. mgr. 15. gr. laganna orðast svo:

    Þingfararkaup skv. 1. gr. nemur 1.101.194 kr. á mánuði. Þingfararkaup skal taka breytingum 1. júlí ár hvert. Hagstofa Íslands reiknar og birtir fyrir 1. júní hlutfallslega breytingu á meðaltali reglu­legra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Við mat á launabreytingum aflar Hag­stofan skýrslna og gagna sem hún telur nauðsynleg og gerir jafnframt eigin kjararannsóknir eftir því sem hún telur þörf á. Við launaafgreiðslu fyrir júlí uppfærir Fjársýsla ríkisins krónu­tölu­fjárhæð til samræmis við tölur Hagstofunnar.

III. KAFLI

Breyting á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011,
með síðari breytingum.

5. gr.

    Við 3. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Laun forsætisráðherra nema 2.021.825 kr. á mánuði en laun annarra ráðherra 1.826.273 kr. á mánuði. Launin skulu taka breytingum 1. júlí ár hvert. Hagstofa Íslands reiknar og birtir fyrir 1. júní hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Við mat á launabreytingum aflar Hagstofan skýrslna og gagna sem hún telur nauðsynleg og gerir jafnframt eigin kjararannsóknir eftir því sem hún telur þörf á. Við launaafgreiðslu fyrir júlí uppfærir Fjársýsla ríkisins krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstofunnar.

6. gr.

    Fyrirsögn II. kafla laganna orðast svo: Um skipan og laun ráðherra og verkaskiptingu milli þeirra.

7. gr.

    Við 16. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Laun ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins nema 1.817.643 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 478.600 kr. á mánuði. Laun annarra ráðu­neytis­stjóra nema 1.725.433 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 430.740 kr. á mánuði. Launin skulu taka breytingum 1. júlí ár hvert. Hagstofa Íslands reiknar og birtir fyrir 1. júní hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Við mat á launabreytingum aflar Hagstofan skýrslna og gagna sem hún telur nauðsynleg og gerir jafnframt eigin kjararannsóknir eftir því sem hún telur þörf á. Við launa­afgreiðslu fyrir júlí uppfærir Fjársýsla ríkisins krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstof­unnar.

8. gr.

    Við 27. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Ráðherra sem fer með starfsmannamál ríkisins setur almennar reglur um starfskostnað og önnur starfskjör ráðherra í samráði við forsætisráðherra. Í reglunum skal m.a. gæta samræmis við rétt alþingismanna og formanna stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi til greiðslu kostnaðar vegna stjórnmálalegra starfa þeirra, sbr. ákvæði laga um þingfararkaup alþingismanna og þingfarar­kostnað sem og reglna sem forsætisnefnd Alþingis setur á grundvelli þeirra laga.

IV. KAFLI

Breyting á lögum um dómstóla, nr. 50/2016, með síðari breytingum.

9. gr.

    44. gr. laganna orðast svo:

    Laun forseta Hæstaréttar nema 2.008.085 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 526.460 kr. á mánuði. Laun varaforseta Hæstaréttar nema 1.891.910 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 459.456 kr. á mánuði. Laun annarra hæstaréttardómara nema 1.844.401 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 459.456 kr. á mánuði.

    Laun forseta Landsréttar nema 1.817.643 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 478.600 kr. á mánuði. Laun varaforseta Landsréttar nema 1.735.005 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 440.312 kr. á mánuði. Laun annarra landsréttardómara nema 1.692.155 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 440.312 kr. á mánuði.

    Laun dómstjórans í Reykjavík nema 1.689.042 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 478.600 kr. á mánuði. Laun varadómstjórans í Reykjavík nema 1.447.669 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 315.876 kr. á mánuði. Laun dómstjóra utan Reykjavíkur nema 1.533.817 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 402.024 kr. á mánuði. Laun annarra héraðsdómara nema 1.410.328 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 315.876 kr. á mánuði.

    Laun skv. 1.–3. mgr. skulu taka breytingum 1. júlí ár hvert. Hagstofa Íslands reiknar og birtir fyrir 1. júní hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Við mat á launabreytingum aflar Hagstofan skýrslna og gagna sem hún telur nauðsynleg og gerir jafnframt eigin kjararannsóknir eftir því sem hún telur þörf á. Við launa­afgreiðslu fyrir júlí uppfærir Fjársýsla ríkisins krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstof­unnar.

    Gangi dómari gæsluvaktir skal dómstólasýslan ákvarða laun fyrir það.

    Í reglum sem settar eru af dómstólasýslunni má kveða á um að reglur um almenn starfskjör sem gilda um embættismenn þar sem laun eru ákveðin í sérákvæðum, sbr. 2. mgr. 39. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, gildi einnig um dómara eftir því sem við getur átt að undan­skildum ákvæðum um endurmenntun, sbr. 7. mgr.

    Dómari á annars vegar rétt á námsleyfi á launum til endurmenntunar og hins vegar styrk til starfs­menntunar. Dómari á rétt á launuðu námsleyfi á fjögurra ára fresti til að stunda endur­menntun, fyrst eftir fjögur ár í starfi. Dómari ávinnur sér þriggja vikna leyfi á hverju ári. Þó getur upp­safnaður réttur mest orðið sex mánuðir og greiðist ekki út við starfslok. Dómari heldur launum í námsleyfi og fær greiddan ferða- og dvalarkostnað samkvæmt reglum ferðakostn­aðar­nefndar. Dómstólasýslan setur nánari reglur um námsleyfi dómara, þar á meðal um hámark ferða- og dvalarkostnaðar.

    Ríkissjóður greiðir sem svarar til 0,92% af heildarlaunum hvers dómara í sérstakan starfs­mennt­unar­sjóð dómara. Kostnaður dómara við námskeið, námsstefnur, ráðstefnur eða sambæri­lega þekkingaröflun sem telja má til starfsmenntunar greiðist úr sjóðnum. Ráðherra skipar þrjá menn í stjórn sjóðsins, þar af einn án tilnefningar og skal hann vera formaður sjóðsstjórnar, einn sam­kvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands og annan samkvæmt tilnefningu dómstóla­sýsl­unnar. Stjórn sjóðsins semur reglur fyrir úthlutun úr honum og tekur ákvarðanir um varð­veislu sjóðsins og ávöxtun.

V. KAFLI

Breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008,
með síðari breytingum.

10. gr.

    Við 20. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

    Laun vararíkissaksóknara nema 1.545.462 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 335.020 kr. á mánuði. Laun annarra saksóknara hjá ríkissaksóknara nema 1.358.535 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 335.020 kr. á mánuði.

    Laun skv. 3. mgr. skulu taka breytingum 1. júlí ár hvert. Hagstofa Íslands reiknar og birtir fyrir 1. júní hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið alman­aksár. Við mat á launabreytingum aflar Hagstofan skýrslna og gagna sem hún telur nauð­syn­leg og gerir jafnframt eigin kjararannsóknir eftir því sem hún telur þörf á. Við launa­afgreiðslu fyrir júlí uppfærir Fjársýsla ríkisins krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstof­unnar.

11. gr.

    Við 22. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

    Laun héraðssaksóknara nema 1.553.322 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 382.880 kr. á mánuði. Laun varahéraðssaksóknara nema 1.429.472 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 335.020 kr. á mánuði. Laun saksóknara sem jafnframt stýrir sviði eða skrifstofu nema 1.393.396 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 335.020 kr. á mánuði. Laun annarra saksóknara hjá héraðssaksóknara nema 1.358.535 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 335.020 kr. á mánuði.

    Laun skv. 3. mgr. skulu taka breytingum 1. júlí ár hvert. Hagstofa Íslands reiknar og birtir fyrir 1. júní hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið alman­aksár. Við mat á launabreytingum aflar Hagstofan skýrslna og gagna sem hún telur nauðsyn­leg og gerir jafnframt eigin kjararannsóknir eftir því sem hún telur þörf á. Við launa­afgreiðslu fyrir júlí uppfærir Fjársýsla ríkisins krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstof­unnar.

12. gr.

    Við 24. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

    Laun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu nema 1.750.000 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 350.000 kr. á mánuði. Laun lögreglu­stjórans á Suðurnesjum nema 1.450.000 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 290.000 kr. á mánuði. Laun lögreglustjórans á Austurlandi, lögreglu­stjór­ans á Norðurlandi eystra, lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, lögreglu­stjórans á Suðurlandi, lögreglustjórans á Vestfjörðum og lögreglustjórans á Vesturlandi nema 1.435.894 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 478.600 kr. á mánuði. Laun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum nema 1.321.030 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 363.736 kr. á mánuði.

    Laun skv. 6. mgr. skulu taka breytingum 1. júlí ár hvert. Hagstofa Íslands reiknar og birtir fyrir 1. júní hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Við mat á launabreytingum aflar Hagstofan skýrslna og gagna sem hún telur nauð­syn­leg og gerir jafnframt eigin kjararannsóknir eftir því sem hún telur þörf á. Við launa­afgreiðslu fyrir júlí uppfærir Fjársýsla ríkisins krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstof­unnar.

VI. KAFLI

Breyting á lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001,
með síðari breytingum.

13. gr.

    Á eftir 2. mgr. 23. gr. laganna koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

    Laun seðlabankastjóra nema 1.936.202 kr. á mánuði.

    Laun aðstoðarseðlabankastjóra nema 1.742.581 kr. á mánuði.

    Laun skv. 3. og 4. mgr. skulu taka breytingum 1. júlí ár hvert. Hagstofa Íslands reiknar og birtir fyrir 1. júní hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Við mat á launabreytingum aflar Hagstofan skýrslna og gagna sem hún telur nauð­syn­leg og gerir jafnframt eigin kjararannsóknir eftir því sem hún telur þörf á. Við launa­afgreiðslu fyrir júlí uppfærir Seðlabankinn krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstof­unnar.

14. gr.

    2. málsl. b-liðar 28. gr. laganna fellur brott.

VII. KAFLI

Breyting á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938,
með síðari breytingum.

15. gr.

    7. mgr. 20. gr. laganna orðast svo:

    Laun ríkissáttasemjara nema 1.593.322 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 382.880 kr. á mánuði. Launin skulu taka breytingum 1. júlí ár hvert. Hagstofa Íslands reiknar og birtir fyrir 1. júní hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfs­manna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Við mat á launabreytingum aflar Hagstofan skýrslna og gagna sem hún telur nauðsynleg og gerir jafnframt eigin kjararannsóknir eftir því sem hún telur þörf á. Við launaafgreiðslu fyrir júlí uppfærir Fjársýsla ríkisins krónutölufjárhæð til sam­ræmis við tölur Hagstofunnar. Ráðherra ákveður laun vararíkissáttasemjara og aðstoðar­sáttasemjara og þóknun sáttanefndarmanna.

16. gr.

    Í stað orðsins „Kjararáð“ í 2. málsl. 1. mgr. 66. gr. laganna kemur: Stjórn dómstólasýslunnar.

VIII. KAFLI

Breyting á lögum um yfirskattanefnd, nr. 30/1992, með síðari breytingum.

17. gr.

    Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Um laun og önnur starfskjör þeirra nefndarmanna sem hafa starfið að aðalstarfi fer skv. 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

IX. KAFLI

Breyting á lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála,
nr. 130/2011, með síðari breytingum.

18. gr.

    Við 2. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Um laun og önnur starfskjör formanns og varaformanns nefndarinnar fer skv. 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

X. KAFLI

Breyting á lögum um útlendinga, nr. 80/2016,
með síðari breytingum.

19. gr.

    5. málsl. 3. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: Um laun og önnur starfskjör þeirra fer skv. 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

XI. KAFLI

Breyting á lögum um úrskurðarnefnd velferðarmála, nr. 85/2015.

20. gr.

    Í stað orðanna „af kjararáði“ í 4. málsl. 1. tölul. 2. gr. laganna kemur: skv. 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

XII. KAFLI

Breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,
nr. 70/1996, með síðari breytingum.

21. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:

  1. Í stað orðanna „ákvörðun kjararáðs“ í 1. mgr. kemur: sérákvæðum í lögum.
  2. Í stað orðsins „kjararáð“ í 2. mgr. kemur: fá greidd laun samkvæmt sérákvæðum í lögum.

22. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. laganna:

  1. Í stað orðanna „af kjararáði“ í 1. málsl. kemur: samkvæmt sérákvæðum í lögum.
  2. 2. málsl. orðast svo: Laun og önnur launakjör skrifstofustjóra og sendiherra í Stjórnarráði Íslands, lögreglumanna, tollvarða og fangavarða skulu fara eftir kjarasamningum sem stéttar­félög eða samtök þeirra gera við ríkið, sbr. 47. gr.
  3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
        Ráðherra er heimilt að setja almennar reglur um starfskjör þeirra sem fá laun samkvæmt sérákvæðum í lögum.

23. gr.

    Í stað orðanna „þeirra er falla undir kjararáð“ í 5. mgr. 39. gr. a laganna kemur: þjóðkjörinna full­trúa, dómara, saksóknara, lögreglustjóra, ráðuneytisstjóra, seðlabankastjóra og ríkis­sátta­semjara.

XIII. KAFLI

Breyting á lögum um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna
og hæstaréttardómara, nr. 141/2003, sbr. lög nr. 12/2009.

24. gr.

    Orðin „af kjararáði“ í 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna falla brott.

XIV. KAFLI

Breyting á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna,
nr. 94/1986, með síðari breytingum.

25. gr.

    1. tölul. 2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Þeirra embættismanna ríkisins sem fá laun sam­kvæmt sérákvæðum í lögum sem um þá gilda og 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfs­manna ríkisins auk embættismanna og starfsmanna fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem vinna að stefnu­mörkun í mannauðs- og kjaramálum.

26. gr.

    1. tölul. 1. mgr. 19. gr. laganna orðast svo: Þeirra embættismanna ríkisins sem fá laun sam­kvæmt sérákvæðum í lögum sem um þá gilda og 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfs­manna ríkisins.

XV. KAFLI

Breyting á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins,
nr. 1/1997, með síðari breytingum.

27. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. mgr. 23. gr. laganna:

  1. Í stað orðanna „ákvarðanir kjararáðs“ kemur: sérákvæði í lögum.
  2. Í stað orðanna „lögum um kjararáð“ kemur: samkvæmt sérákvæðum í lögum.

28. gr.

    Í stað orðanna „lögum um kjararáð“ í 2. mgr. 35. gr. laganna kemur: samkvæmt sérákvæðum í lögum.

XVI. KAFLI

Breyting á lögum um ríkislögmann, nr. 51/1985,
með síðari breytingum.

29. gr.

    3. málsl. 4. mgr. 2. gr. laganna fellur brott.

30. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

    Þrátt fyrir ákvæði laga þessara skal ekki hækka laun annarra en þeirra sem getið er í IV. og V. kafla fyrr en 1. janúar 2020 og skal sú hækkun vera í samræmi við hlutfallslega breytingu á reglu­legum meðallaunum ríkisstarfsmanna eins og þau birtast í tölum Hagstofu Íslands fyrir árið 2018.

    Þrátt fyrir ákvæði 12. gr. skal breyting launa lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lög­reglu­stjórans á Suðurnesjum 1. júlí 2019 taka mið af hækkun launa vegna þeirra embætta miðað við niðurstöðu grunnmats 1. janúar 2019 þannig að hún nemi mismuni þeirrar hækkunar sem þeir hefðu átt að fá miðað við óbreyttar forsendur og þeirrar hækkunar sem miðaðist við niður­stöðu grunnmats. Leiði sú niðurstaða til lakari launa en þeir hafa samkvæmt ákvæðinu skulu laun þeirra haldast óbreytt til 1. júlí 2020.

    Ákvarðanir bankaráðs Seðlabanka Íslands um rétt núverandi seðlabankastjóra og aðstoðar­seðlabankastjóra til biðlauna og eftirlauna og ákvarðanir um önnur réttindi sem varða fjárhags­lega hagsmuni seðlabankastjóra halda gildi sínu.

    Þrátt fyrir 1. mgr. ákvæðis þessa og 4. mgr. 60. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóð­kirkjunnar, nr. 78/1997, skulu laun og starfskjör biskups, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóð­kirkjunnar, sem ákveðin voru með ákvörðun kjararáðs 17. desember 2017, taka breytingum 1. júlí 2019 og ár hvert þar á eftir, í samræmi við hlutfallslega breytingu á reglulegum meðallaunum ríkis­starfsmanna eins og þau birtast í tölum Hagstofu Íslands fyrir næstliðið almanaksár, þar til nýtt samkomu­lag hefur náðst milli þjóðkirkjunnar og ríkisins um launafyrirkomulag. Um almenn starfs­kjör gilda sömu reglur og gilda um embættismenn þar sem laun eru ákveðin í sérákvæðum í lögum, sbr. 2. mgr. 39. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Önnur starfs­kjör er fram koma í ákvörðunarorði kjararáðs frá 17. desember 2017 gilda þar til nýtt samkomu­lag hefur náðst.

Gjört í Vestmannaeyjum, 27. júní 2019.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 5. júlí 2019