Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 649/2021

Nr. 649/2021 17. maí 2021

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um sérstakar aðferðir og aðgerðir lögreglu við rannsókn sakamála, nr. 516/2011.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Reglur þessar hafa ekki áhrif á heimildir lögreglu til aðgerða í þágu afbrotavarna og öryggi ríkisins á grundvelli lögreglulaga nr. 90/1996.

 

2. gr.

1. tl. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Grunur sé um að verið sé að fremja alvarlegt brot, eða reynt verði að fremja alvarlegt brot, sem varðað getur að lágmarki átta ára fangelsi eða brot gegn ákvæðum 93. gr., 100. gr. c., 108. gr., 109. gr., 128. gr., 175. gr. a., 2., 3. mgr. og 4. mgr. 202. gr., 206. gr., 244. gr., 245. gr., 247. gr., 248. gr., 249. gr., 249. gr. a., 250. gr., 251. gr., 254. gr., 262. gr., 264. gr. eða 264. gr. a. almennra hegn­ingar­laga nr. 19/1940, 117. gr., 123. gr. og 124. gr., sbr. 146. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, 41. gr. a., samkeppnislaga nr. 44/2005 eða 4. mgr. 2. gr., 3. gr., sbr. 4. gr. eða 4. gr. a. og 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 89. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, öðlast þegar gildi.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 17. maí 2021.

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Haukur Guðmundsson.


B deild - Útgáfud.: 2. júní 2021