Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir:
Deiliskipulagsbreyting, Kerhraun C 88, L197677. Í deiliskipulagsbreytingunni felst breyting á byggingarreit lóðarinnar. Samþykkt í sveitarstjórn 13. október 2022.
Deiliskipulagsbreyting, Markalækur, L192476. Deiliskipulagsbreytingin nær til 2 ha lands Markalæks, L192476, og gerir ráð fyrir sameiningu tveggja lóða í eina lóð ásamt breyttum byggingarheimildum innan svæðisins. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir uppbyggingu á íbúðarhúsi, allt að 6 gestahúsum og atvinnuhúsnæði. Fyrri birting vegna málsins í B-deild nr. 994/2022, birt 31. ágúst 2022, fellur úr gildi með birtingu þessari. Samþykkt í sveitarstjórn 13. október 2022.
Deiliskipulag, Nesjar L170877 og L170890 (Litla-Hestvík 1 og 2) og Kleifakot, L170903. Innan deiliskipulagsins er gerð grein fyrir skilgreiningu lóða og byggingarheimildum innan þeirra. Samþykkt í sveitarstjórn 4. október 2022.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi, Nesjaskógur, sumarhúsasvæði við Hestvík í landi Nesja. Samhliða gildistöku deiliskipulags sem tekur til Nesja, L170877 og L170890 og Kleifakots, L170903 er gerð óveruleg breyting að afmörkun aðliggjandi deiliskipulagssvæðis sem tekur til Nesjaskógar við Hestvík í landi Nesja nr. 2951. Í breytingunni felst að svæði umrædds skipulags sem tekur til Nesja og Kleifakots er fellt út úr deiliskipulagi Nesjaskógar. Samþykkt í sveitarstjórn 4. október 2022.
Deiliskipulag, Klausturhólar, bæjartorfa. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda á 7 lóðum og 8 byggingarreitum. Innan svæðisins er m.a. gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa, skemma og hesthúss. Samþykkt í sveitarstjórn 19. október 2022.
Deiliskipulagsbreyting, Vaðnes, Nesvegur 1-8. Í breytingunni felast breyttir deiliskipulagsskilmálar innan svæðisins auk þess sem kvaðir eru settar á lágmarks hæðarkóta vegna flóðahættu. Samþykkt í sveitarstjórn 21. september 2022.
Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.
Laugarvatni, 9. nóvember 2022.
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs.,
Vigfús Þór Hróbjartsson.
|