Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 791/2017

Nr. 791/2017 7. september 2017

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Svalbarðsstrandarhreppi.

Deiliskipulag Valsárhverfis.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 9. ágúst 2017 deiliskipulag vegna Valsárhverfis, nýs íbúðarhverfis norðan við núverandi byggð við Svalbarðseyri. Skipulagssvæðið er um 17,9 ha og nær yfir íbúðarsvæði ÍB4 og verslunar- og þjónustusvæði V1 í gildandi aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps. Fyrstu tveir áfangarnir í uppbyggingu svæðisins eru íbúðarsvæði frá sjó og til austurs. Þriðji áfangi er svæði sem skilgreint er fyrir verslun og þjónustu efst og næst þjóð­vegi, að hluta sem blönduð landnotkun með íbúðarbyggð. Í austri nær svæðið að helgunarsvæði þjóðvegar, til suðurs að aðkomuvegi, íþróttasvæði og farvegi Valsár, til vesturs að Tungutjörn og til norðurs að landamerkjum. Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 40., 41. og 42. gr. skipu­lags­laga nr. 123/2010. Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

Svalbarðseyri, 7. september 2017.

F.h. Svalbarðsstrandarhrepps,

Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 8. september 2017