Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 110/2020

Nr. 110/2020 10. september 2020

FJÁRAUKALÖG
fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 104/2020.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

Ýmis ákvæði

Heimildir

1. gr.

Eftirtalin breyting verður á 6. gr. fjárlaga fyrir árið 2020:

Nýr liður:

7.36 Að veita Icelandair Group hf., sem er kerfislega mikilvægt fyrirtæki, sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánum vegna tekjufalls fyrirtækisins í tengslum við heimsfaraldur kórónu­veirunnar. Heildarskuldbinding ríkissjóðs vegna þessa getur numið allt að 108 milljónum bandaríkjadala eða sem jafngildir 90% af 120 milljóna bandaríkjadala lánalínum til félagsins.

 

Gjört í Reykjavík, 10. september 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 11. september 2020