Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 91/2018

Nr. 91/2018 25. júní 2018

LÖG
um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 64/2006, með síðari breytingum (sýndarfé og stafræn veski).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:


1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna

 1. Við 1. mgr. bætast tveir nýir stafliðir, o- og p-liður, svohljóðandi:
  1. Þjónustuveitendur sem bjóða upp á viðskipti milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla.
  2. Þjónustuveitendur stafrænna veskja.
 2. Í stað orðanna „m- og n-lið“ í 2. mgr. kemur: og m–p-lið.

2. gr.

    Við 3. gr. laganna bætast þrír nýir töluliðir, 11.–13. tölul., svohljóðandi:

 1. Sýndarfé: Hvers konar stafrænt fé sem er hvorki rafeyrir í skilningi laga um útgáfu og meðferð rafeyris né gjaldmiðill.
 2. Gjaldmiðill: Seðlar, mynt og aðrir gjaldmiðlar sem seðlabankar eða aðrir til þess bærir opinberir aðilar gefa út og er viðurkenndur lögmæltur gjaldmiðill.
 3. Þjónustuveitandi stafrænna veskja: Einstaklingur eða lögaðili sem býður upp á vörslu­þjónustu á auðkennum sýndarfjár, hvort sem er með hugbúnaði, kerfi eða annars konar miðli til að halda utan um, geyma og flytja sýndarfé.

3. gr.

    Í stað orðanna „m- og n-lið“ í 1. mgr. 25. gr. laganna kemur: og m–p-lið.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. a laganna:

 1. Á eftir orðinu „verðmætasendingarþjónustu“ í 1. mgr. kemur: og þjónustuveitendur sem bjóða upp á viðskipti milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla og þjónustuveitendur stafrænna veskja.
 2. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Skráningarskylda.

5. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Þjónustuveitendur sem við gildistöku þessa ákvæðis bjóða upp á viðskipti milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla og þjón ustu veitendur stafrænna veskja skulu óska eftir skráningu hjá Fjármálaeftirlitinu samkvæmt lögum þessum eigi síðar en einum mánuði frá gildistöku þessa ákvæðis. Fjármálaeftirlitið skal taka afstöðu til skráningarinnar innan 30 daga eftir að umsókn berst.

6. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 25. júní 2018.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.


A deild - Útgáfud.: 28. júní 2018