Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 238/2019

Nr. 238/2019 21. febrúar 2019

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Bláskógabyggð.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkt eftir­farandi deiliskipulagsáætlun:

Deiliskipulag, Heiðarbær við Þingvallavatn, landnr. 170196.
Skipulagssvæðið nær yfir eina lóð í landi Heiðarbæjar (landnr. 170196) þar sem heimilað er að reisa allt að tvö hús þ.e. eitt aðalhús og eitt gestahús, geymslu eða gróðurhús. Samanlagt byggingarmagn má vera allt að 175 m² en þar af má gestahús, geymsla eða gróðurhús vera allt að 40 m². Samanlagt byggingarmagn fari þó ekki yfir nýtingarhlutfallið 0,03. Hús skulu vera á einni hæð, mænishæð í aðalhúsi að hámarki 6 m og 4,5 m í gestahúsi, geymslu eða gróðurhúsi.
Samþykkt í sveitarstjórn 4. október 2018.

Ofangreind deiliskipulagsáætlun hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

Laugarvatni, 21. febrúar 2019.

Skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita bs.,

Rúnar Guðmundsson.


B deild - Útgáfud.: 8. mars 2019