Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 93/2021

Nr. 93/2021 22. júní 2021

LÖG
um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (iðnaðarhampur).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Á eftir 2. gr. a laganna kemur ný grein, 2. gr. b, svohljóðandi:

    Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 2. gr. er Matvælastofnun heimilt að leyfa innflutning á fræjum af teg­undinni Cannabis sativa.

    Eingöngu er heimilt að veita leyfi skv. 1. mgr. ef skilyrði í reglugerð skv. 3. mgr. eru uppfyllt.

    Ráðherra sem fer með málefni landbúnaðar skal setja reglugerð um veitingu undanþágu til inn­flutnings fræja. Í reglugerðinni skal m.a. kveða á um veitingu leyfis til innflutnings ásamt skil­yrðum og takmörkunum á innflutningi.

    Matvælastofnun skal hafa eftirlit með innflutningi á fræjum skv. 3. gr., sbr. 7. gr. laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.

 

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 22. júní 2021.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Svandís Svavarsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 8. júlí 2021