Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 18/2022

Nr. 18/2022 16. mars 2022

LÖG
um breytingu á kosningalögum og lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka (viðmiðunardagur kjörskrár o.fl.).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

I. KAFLI

Breyting á kosningalögum, nr. 112/2021.

1. gr.

    Í stað tölunnar „36“ í 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: eigi síðar en 40.

 

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 9. gr. laganna:

  1. Í stað tölunnar „8“ kemur: 7.
  2. Í stað tölunnar „13“ kemur: 14.

 

3. gr.

    Í stað tölunnar „33“ í 2. mgr. 27. gr. og 29. gr. laganna kemur: 38.

 

4. gr.

    Í stað tölunnar „30“ í 1. mgr. 30. gr. laganna kemur: 36.

 

5. gr.

    Við 1. málsl. 7. mgr. 69. gr. laganna bætist: og 6. mgr.

 

6. gr.

    Við 2. mgr. 87. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Kjósandi skal síðan leggja seðilinn í atkvæðakassann í viðurvist fulltrúa kjörstjórnar. Kjósandi skal gæta þess að enginn geti séð hvernig hann greiddi atkvæði.

 

7. gr.

    D-liður 103. gr. laganna fellur brott.

 

8. gr.

    Í stað orðanna „d–f-liðar 103. gr.“ í 3. mgr. 104. gr. laganna kemur: e- og f-liðar 103. gr.

 

9. gr.

    Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    a. (X.)

    Við sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 er heimilt, þrátt fyrir ákvæði 5. mgr. 74. gr., að senda atkvæðisbréf einnig til sýslumanns í því umdæmi þar sem kjósandi telur sig vera á kjörskrá. Einnig skal, þrátt fyrir ákvæði e-liðar 1. mgr. 94. gr., taka til greina atkvæði sem greitt er utan kjörfundar þótt notuð séu eldri kjörgögn þar sem á sendiumslagi kemur fram nafn og heimili kjósanda og/eða notað er fylgibréf sem inniheldur texta um að aðstoð megi veita vegna sjónleysis kjósanda eða að hönd hans sé ónothæf auk vottorðs réttindagæslumanns. Þá skal, þrátt fyrir ákvæði f-liðar 103. gr., ekki meta ógilt atkvæði sem greitt er utan kjörfundar þó að notuð séu eldri kjörgögn þar sem á sendiumslagi kemur fram nafn og heimili kjósanda og/eða notað er fylgibréf sem inniheldur texta um að aðstoð megi veita vegna sjónleysis kjósanda eða að hönd hans sé ónothæf auk vottorðs réttindagæslumanns.

    b. (XI.)

    Landskjörstjórn skal gefa út tilkynningar skv. 1. mgr. 113. gr. til þeirra varaþingmanna sem ekki fengu útgefin kjörbréf eftir alþingiskosningar 25. september 2021 og senda nöfn hinna kjörnu þingmanna ásamt nöfnum varaþingmanna til birtingar í Stjórnartíðindum skv. 2. mgr. 113. gr.

 

II. KAFLI

Breyting á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka, nr. 162/2006.

10. gr.

    Í stað orðanna ,,lögum um kosningar til Alþingis, lögum um kosningar til sveitarstjórna og lögum um framboð og kjör forseta Íslands, eftir því sem við á“ í 2. gr. b laganna kemur: kosningalögum.

 

11. gr.

    Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í 6. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: landskjörstjórnar.

 

12. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 16. mars 2022.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Jón Gunnarsson.


A deild - Útgáfud.: 17. mars 2022